Skírnir - 01.01.1967, Page 131
Skírnir
Árið 1000
129
staðfest beint í öðrum heimildum, en óneitanlega er árið 1000
föst viðmiðun í tímatali Norðurlandasögunnar. Við það, að
Ari tímafærir kristnitöku Islendinga á sama sumar og Ólafur
Tryggvason féll, verður árið 1000 grundvöllur að tímatali
miðaldasögu Islands.
Á undan Sæmundi og Ara báðum skrifaði þýzki sagnfræð-
ingurinn Adam frá Brimum um sögu Norðurlanda í verki
sínu um erkibiskupsdæmið Hamborg-Brimar. Þekkingu sína
á Norðurlandasögu öðlaðist Adam fyrst og fremst með dvöl
sinni í Skandínavíu og þá sérstaklega í samtölum við Svein
Ástríðarson Danakonung (d. 1076). 1 kirkjusögu Adams kem-
ur þetta norræna efni aðallega við sögu kristniboðs einstakra
erkibiskupa á Norðurlöndum. Tímatal verksins er miðað við
erkibiskuparöðina í Hamborg-Brimum. Við dauða hvers erki-
biskups tilgreinir Adam að jafnaði dánardaginn, tölu ársins í
embættistíð biskups ásamt árinu eftir Krists burð. Að þessu
fráskildu koma ártöl mjög sjaldan fyrir í kirkjusögu Adams.
Aðrar tímaákvarðanir eru fyrst og fremst miðaðar við tölu
ársins í embættistíð viðkomandi erkibiskups, en stundum við
stjórnartíð þýzkra eða franskra þjóðhöfðingja. I fyrsta hluta
verksins er aðallega um að ræða stjórnartíð fransk-þýzka
keisarans.
I sagnaritun Adams cr tímatalið aðeins aukaatriði. Adam
skortir áhuga Islendinga á hnitmiðuðum og nákvæmum tíma-
ákvörðunum og hefur i frásögn sinni ekki lagt sérstaka áherzlu
á að varpa ljósi á tímatengsl atburðanna. Takmark hans var
öllu heldur að sýna orsakasamhengi þeirra frá sjónarhóli
kirkjupólitískra hagsmuna erkibiskupsdæmisins. Þess vegna
er oft erfitt að fá fram í riti Adams nákvæmari timasetningu
þeirra atburða, sem þar er sagt frá.
I fertugasta kafla annarrar bókar kirkjusögunnar er sagt
frá mikilli sjóorrustu í Eyrarsundi milli Norðurlandakonung-
anna þriggja, þar sem Ólafur Tryggvason féll. I næsta kafla
reynist Sveinn Danakonungur, höfuðandstæðingur Noregskon-
ungs, eiga tvö konungdæmi. Síðan ræðir Adam um trúarleg-
ar afleiðingar þessa fyrir Noreg. I upphafi næsta kafla (kafla
42) segir, að á þeim tíma (,,interea“) fullnaðist árið 1000 eft-
9