Skírnir - 01.01.1967, Qupperneq 132
130
Ólafia Einarsdóttir
Skirnir
ir Krists burð, sem var 12. embættisár Libentiusar erkibisk-
ups. Þar næst segir frá Otto keisara og dauða hans, þá kemur
lýsing á ástandi kristninnar hjá Vindum, og er þar getið um
nokkra atburði, sem gerðust mörgum árum fyrir og eftir árið
1000. Samkvæmt frásögn Adams var Libentius erkibiskup í
25 ár og andaðist í janúar 1013. Tólfta embættisár hans hlýt-
ur því að hafa verið árið 999—1000, sem kemur heim við, að
hann varð erkibiskup vorið 988. Hér stöndum við andspænis
einu þeirra fáu tilvika. þar sem Adam tilgreinir ártal í miðri
embættistíð erkibiskups; en þar sem ekki er sagt frá neinum
atburði frá því ári, getur tilgangurinn með að nefna ártalið
ekki verið annar en sá að skrásetja lok hins fyrsta árþúsunds
eftir Krists burð.
Það kann að virðast heppileg tilviljun fyrir tímaákvörðun
þeirra stóratburða í sögu Norðurlanda, sem áttu sér stað kring-
um fall Ólafs Tryggvasonar, að kirkjusaga Adams tilgreinir
ártal í beinu framhaldi frásagnarinnar af þeim pólitísku af-
leiðingum, sem fall Ólafs konungs hafði á ríki og kirkju. En
þar sem ekki eru að finna nein tímatengsl milli orrustunnar
í Eyrarsundi annars vegar og tólfta embættisárs erkibiskups-
ins (999—1000) eða hins skráða ártals hins vegar, er eftir
sem áður ókleift að komast að ákveðinni tímasetningu á falli
Ólafs Tryggvasonar út frá frásögn Adams. Það er ekki ljóst,
hvað felst í orðinu „interea“ í upphafi 42. kafla, en beinast
liggur við að skilja þetta orð þannig, að það vísi til kaflans
næst á undan, þar sem atburðunum eftir fall Ólafs konungs
er lýst. Eftir þeim skilningi ættu lok ársins 1000 að vera á
því timabili eftir sjóorrustuna miklu, sem um er fjallað í kafla
41, en þar sem ekki liggur fyrir nein vitneskja um lengd
þessa tímabils, er ekki unnt að álykta, hversu langur tími hef-
ur liðið frá falli Ólafs konungs til ársloka 1000. Nærtækasta
skýringin á texta Adams leiðir því aðeins til þeirrar niður-
stöðu, að Ólafur Tryggvason hafi fallið á tiltölulega óákveðnu
árabili, sem lauk með árinu 1000.
Á eftir Adam frá Brimum var Sæmundur fróði sá fyrsti,
sem fékkst við norræna söguritun. 1 Noregskonungasögu sinni
greinir Sæmundur frá lengd stjórnartíðar hvers einstaks þjóð-