Skírnir - 01.01.1967, Síða 133
Skírnir
Árið 1000
131
höfðingja. Með því að túlka hinar afstæðu tímasetningar kon-
ungasögunnar, eins og þær koma fram í kvæðinu Noregskon-
ungatal, virðist tímasetning Sæmundar á falli Ölafs Tryggva-
sonar svara til ársins 999. Ekki er vitað, hvort Sæmundur
hefur stuðzt við rit Adams um sögu Norðurlanda; en ná-
kvæma tímasetningu sjóorrustunnar miklu milli Norðurlanda-
konunganna þriggja hefur Sæmundur ekki getað sótt til
kirkjusögu Adams. Sæmundur er sá fyrsti, sem kunnugt er
um, að hafi tímafært fall Ólafs Tryggvasonar. Hins vegar er
Ari fróði, sem er nokkrum árum jmgri en Sæmundur, sá
fyrsti, sem vitað er til, að hafi gefið fasta tímasetningu á falli
Ölafs konungs.
1 sjöunda kafla íslendingabókar, lengsta kafla hókarinnar,
segir Ari frá aðdraganda kristnitökunnar á íslandi. Engum
athurði er lýst svo ítarlega og lifandi í íslendingabók sem
þessum. Ari lýkur kaflanum með þessum orðum: „Þenna at-
burð sagði Teitr oss at því, er kristni kom á Island. En Óláfr
Tryggvason fell it sama sumar at sijgu Sæmundar prests. Þá
barðisk hann við Svein Haraldsson Danakonung ok Óláf inn
sænska Eiríks son at Uppsglum, Svíakonungs, ok Eirík, er
síðan var jarl at Norvegi, Hákonarson. Þat var CXXX vetra
eptir dráp Eadmundar, en M eptir burð Krists at alþýðu tali.“
Teitur Isleifsson var þannig heimildarmaður Ara um þá
viðburði, sem gerðust kringum kristnitökuna á Islandi, en
vitneskjan um, að hún hafi orðið sama sumar og Ólafur
Tryggvason féll, á rætur að rekja til Sæmundar. Gera má
ráð fyrir, að Sæmundur hafi í konungasögu sinni sagt frá
lögtöku kristninnar sem einum mikilvægustu tíðindunum í
stjórnartíð Ólafs konungs.
Næstur Sæmundi og Ara hefur Norðmaðurinn Theodricus
ritað sögu Noregskonunga fram á 12. öld. Að eigin sögn hef-
ur Theodricus byggt á niðurstöðum Islendinga um tímatal
á þessu sviði. Það er því ástæða til að athuga, hvað ráða megi
um banaár Ólafs Tryggvasonar af riti Theodricusar. Historia
de antiquitate regum Norwagiensium hefur að geyma alls
þrjú ártöl, þ. e. árið 858 sem upphaf stjórnartíðar Haralds
hárfagra, en það ártal eignar Theodricus Islendingum; árið