Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1967, Page 143

Skírnir - 01.01.1967, Page 143
RITFREGNIR Guðni Jónsson, prófessor, ilr. phil.: Bergsælt, niðjalal Bcrgs hrepp- stjóra Stnrlaugssonar í Braltliolli. Árið 1932 gaf Guðni Jónsson út niðjatal Bergs hreppstjóra í Brattholti Sturlaugssonar, en niðjar Bergs er margt merkt fólk, framan af einkum í sunnanverðri Árnessýslu, en nú orðið dreift víða um land. Sú útgáfa var á sínum tíma góð, en brátt tíndist margt til í frekari vitneskju um niðja Bergs, og árangurinn af viðbótarsöfnun kemur í ljós í þriggja binda bók, mjög smekklegri, að mínum dómi þægilega og greinilega upp settu niðja- tali með góðri nafnaskrá. Stór kostur þykir mér á bókinni formálinn og þátturinn um Berg. Áatalið, eða ætt Bergs, er og sjálfsagt í bókinni, að svo miklu leyti sem rekja má, og verður á það minnzt síðar. Um niðjatöl sem þetta er yfirleitt það að segja, að um öryggi þeirra verður aldrei fullyrt, nema hvert eitt atriði í þeim verði athugað, en slíkt er að sjálfsögðu óvinnandi verk. Það leiðist hins vegar smám saman í ljós, hve vel má marka þau, á þann hátt, að fjöldi manna les í þeim sitthvað, rekst á villur, sem þeir segja frá, og þannig fæst eins konar almanna- rómur um það, hvort niðjatalið var vel eða illa unnið. Fyrir þessu hafa ýmis niðjatöl orðið, sem út hafa verið gefin, en grunur minn er sá, að þessu niðjatali hafi verið gerð betri skil en mörgum öðrum, sem nýlega liafa komið út, en úr þessu sker hinn nefndi almannarómur á sinum tíma. Ég tel til mikilla kosta á niðjatalinu þær greinargerðir, sem þar koma fram um vafasamar feðranir. Af þeim getur hver sem er dregið sínar ályktanir, en ekki er frekara að gert í þessum efnum en rökin, sem til- færð eni, gefa tilefni til. Sem dæmi nefni ég sögnina um Þuríði konu Erlends á Breiðabólsstöðum Erlendssonar á bls. 31 í I. b., um faðerni Jóns í Saurbæ i Olfusi á bls. 59 í sama bindi og um faðerni Jóns í Sogni og á Egilsstöðum í Ölfusi á bls. 131 í sama bindi. Enn fremur eru greinargerð- irnar fyrir ættrakningum, t. d. á bls. 45—53 i II. bindi, mikill kostur við niðjatalið. I áatali (ætt) Bergs Sturlaugssonar er föðurfaðir hans hiklaust talinn hafa verið Ólafur sonur síra Gísla í Amarbæli Teitssonar. Höfundur vísar til þess, að dr. Hannes Þorsteinsson hafi rakið á þennan hátt og fullyrt, að það sé rétt, og vísar til bls. 265 í IV. b. Sýslumannaæfa. Rök dr. Hann- esar fyrir ættfærslunni eru ekki tilfærð í Sýslumannaæfunum, og hvergi hef ég séð þau tilgreind. Ég hef ekki fundið sjálfur svo sterk rök eða líkur fyrir ættrakningunni, að ég hafi sannfærzt um það, að rétt sé rakið, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.