Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1967, Síða 148

Skírnir - 01.01.1967, Síða 148
146 Ritfregnir Skirnir ast menn gjaman í tvær andstæðar fylkingar með og móti. 1 fyrri bók- um höfundar mátti glöggt sjá, hvar í flokki hann stóð, en í þessari bók eru kenningum Freuds gerð mun ítarlegri skil og jafnframt hlutlausari. Þó hefði mér þótt eðlilegt að gefa kenningu sálkönnunarmanna um bygg- ingu hins normala persónuleika, einkum um starfshætti sjálfsins, rúm í kaflanum Sálgerðir og persónuleiki, fremur en einskorða þátt þann við sjúkt og afbrigðilegt sálarlíf. 1 kafla þeim, sem fjallar um sállækningar, er hvergi minnzt á hinar athyglisverðu tilraunir til atferlislækninga, sem byggjast á lærikenning- um meistaranna Hulls, Tolmans, Skinners og fleiri og þaðan má rekja aftur til Pavlovs. Lækningatilraunir Wolpes, Eysencks og annarra atferlis- sinna eru e. t. v. það merkasta, sem fram hefur komið í klínískri sálar- fræði hin síðustu ár. Úr því minnzt er á lærikenningar, vil ég ekki láta hjá líða að fara nokkrum orðum um kaflann um Nám, sem ég tel langbezta kafla bókar- innar. Höfundur kemur víða við í þeim kafla og fjallar þar um grund- vallaratriði sálarlifsins. Hann kemur þar nokkuð inn á efni eins og skynj- un og hugsun og fléttar því haglega inn í framvindu námsins og tileink- un atferlis. Hér fjallar höfundur um sköpun og þróun sálarlífsins. Þetta er þungamiðja sálarfræðinnar, og hefði höfundur gjarnan mátt fjalla enn ítarlegar um þetta efni og sleppa þá fremur öðrum köflum. Efnið verður mjög auðskilið í höndum höfundar, enda fjallar hann um það fyrst og fremst frá hagnýtu sjónarmiði. Helztu annmarka kaflans tel ég þó vera skipulagsleysi, hann rabbar um efnið of stefnulaust, én þess að lesandinn fái nokkurs staðar tangarhald á aðalatriðum, sem fundizt hafa um læri eða fái nokkurt innsæi í þá tilraunastarfsemi, sem býr að baki þessarar þekkingar. Einnig hefði mér þótt skemmtilegt að sjá greint frá helztu vís- indamönnum, sem um þetta efni hafa fjallað. Kaflinn um nám mætti vera uppistaða bókarinnar. 1 þessu efni felst meginkjarni hinnar almennu sál- arfræði. f bókarlok er orðaskrá yfir fræðiorð. Höfundur er góður nýyrðasmiður og hefur varla nokkur lagt meira af mörkum, til þess að hægt sé að skrifa og hugsa um sálfræðileg efni á góðri íslenzku. Allflest þeirra orða, sem höfundur skráir og notar í bókinni, hafa þegar náð fótfestu í málinu, en sum eru ný. Ég vil gera athugasemdir við nokkur þessara orða. Afskilyrðing andsvana notar hann fyrir extinction of conditioned re- flexes. Afskilyrðing hefur verið notuð um deconditioning, enda rökrétt þýðing, og tel ég, að verði að finna annað orð yfir extinction í þessu sam- bandi. Ekki fellur mér við orðið géblœti fyrir psychosis manio depressiva, og ótækt finnst mér að nota orðið fálœti um þunglyndismynd þessa sjúkdóms. Fálæti hefur þegar aðra merkingu í málinu, og getur þessi nýja merking aðeins orðið til þess að valda hugtakaruglingi. GeShreinsun fyrir catharsis fellur mér nokkuð fyrir brjóst, kannske er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.