Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1967, Side 151

Skírnir - 01.01.1967, Side 151
Skírnir Ritfregnir 149 löggengi og eðli viljans eru ræddar og settar í samband við skoðanir hans á eðli hinna óbeinu ástríðna. Þá ræðir höf. misskilning á hugtakinu mild ástriða (calm passion) og kemur með aðra túlkun, sem betur kemur heim við aðra þætti í sálarfræði Humes. Það hefur viljað loða við sálarfræði fram á okkar daga að tala um öfl að baki ýmsum sameiginlegum ytri og innri fyrirbærum á sviði sálarlífsins, svo sem vilja, hvöt, athyglisgáfu o. s. frv. Höf. sýnir fram á, að Hume forðast slíka háspeki. Afstaða milli skynsemi og ástríðna er túlkuð upp á nýtt. Hlutlægni i siðamati er rædd með tilliti til óbeinu ástriðnanna, samúðar og imyndunarafls, og saman- burður gerður á skoðunum Humes og Adams Smiths á eðli samúðarinnar. Þá eru dygðir ræddar í kenningu Humes og samband Jjeirra við samúðar- regluna og sérstaða sumra dygða eins og réttlætis. Að lokum er gerður samanburður á nútímasjónarmiðum i siðfræði og skoðunum Humes, eink- um hvað snertir eðli matsdóma (evaluations). Nú mætti ef til vill spyrja: Hvaða erindi á slik bók til menntaðs fólks? Ætla mætti, að bókin ætti fyrst og fremst erindi til sérfræðinga. Það er vissulega rétt og vafalaust vekur hún verðskuldaða athygli á þeim vett- vangi. En ég vil einnig álíta, að enda þótt oft sé fjallað um hárfínan greinarmun og röksemd teflt gegn röksemd, þá sé framsetningin svo ljós og ljúf, að sérhver menntaður maður, sem kann ensku, geti notið bókar- innar. Hún er auk þess Hliðskjálf að hluta af kenningum hins mikla hugs- uðar Humes, og sá, sem þangað horfir, verður ekki fyrir vonbrigðum. Ekki gat ég varizt þeirri hugsun eftir lestur bókarinnar, að enda þótt fjallað sé um eðli og uppruna siðferðis í kenningum Humes og aldrei lagður siðferðilegur dómur á eitt né neitt, sé ef til vill uppbyggilegra að lesa slíka bók en að hlusta á eða lesa margar og fagrar siðaprédikanir. Bókin er fengur öllum, sem kynnast vilja merkri kenningu um eðli siðferðisins og unna skýrri hugsun. Bjarni Bjarnason. íslenzkir málshættir. Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson tóku saman. Reykjavík 1966. Almenna bókafélagið. (XXX+394 bls.).1) Telja má til meiriháttar viðburða í íslenzkri bókaútgáfu, að út skuli koma stórt safn íslenzkra málshátta í smekklegri, hentugri útgáfu, ætlaðri alþýðu manna. Almenna bókafélagið á þakkir skildar fyrir frumkvæði sitt og framkvæmd og ef til vill ekki sizt fyrir það að hafa valið til útgáfunn- ar menn, sem bæði eru kunnir að fræðimennsku og smekkvísi, þá Bjarna Vilhjálmsson skjalavörð og Óskar Halldórsson námstjóra. Formálsorð fyrir bókinni ritar Bjarni Vilhjálmsson, og eru þau að ýmsu leyti gagnmerk, miklu efni komið fyrir i litlu rúmi. Mikil fræðileg not eru að þeim hluta formálsorðanna, sem fjalla um eldri málsháttasöfn. !) Ritdómur þessi er tekinn því nær óbreyttur úr Morgunblaðinu 22. des. 1966, þar sem hann hét Merkileg bók um íslenzka málshœtti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.