Skírnir - 01.01.1967, Qupperneq 158
Skírnir
156 Ritfregnir
en hann reynir allt um það að beita hlutlægu mati. Þessi er einn af kost-
um bókarinnar.
Þetta tvennt, til þess að gera víð útsjón og tiltölulega hlutlægt mat,
tel ég gefa bókinni mest gildi.
Mesti galli bókarinnar er hins vegar sá, að hún er ekki alls kostar
áreiðanleg og stundum villandi. Hér er enginn kostur á að gera því efni
skil, enda væri það verkefni fyrir sagnfræðing. Ég vil aðeins drepa á
tvö atriði. Frásögnin um Björn Simonarson é bls. 32 er öðrum þræði vill-
andi og að sumu leyti röng. Hitt atriðið er, að á bls. 240 segir, að Klem-
enz Jónsson hafi verið „einn af frumherjum Framsóknarflokksins núver-
andi“. Ég þykist hafa það eftir góðum heimildum, að þetta sé rangt.
Ekki skal farið hér lengra út í þessa sálma. En þetta er því alvarlegra
vegna þess, að ekki er hægt að gáta heimildir höfundar, þar sem tilvis-
anir skortir. Höfundur gat þess í bréfi, sem hann sendi Skírni með ein-
taki af bókinni, að ætlunin væri, að heimildaskrá kæmi með síðara bindi
sama verks. Það yrði mikil bót. Heimildaskrá er vandalitið að semja, en
að gera hana eftir á þannig, að hún sé jafnframt skrá um tilvisanir, er
miklu erfiðara. Ég vil jafnframt taka fram, að tilvísanir til heimilda eru,
að mínum dómi, þægilegastar, þegar þær eru felldar inn í texta eða neð-
anmáls á sömu síðu. Héðan af er slíkt ekki hægt. Þá er það mikill ósiður
í mörgum islenzkum bókum — ekki aðeins þessari — að nafnaskrá er sleppt.
Mikið er um prentvillur — eða öllu heldur stafsetningarvillur — í hók-
inni. Ég er orðinn svo vanur slíku, að ég kippi mér ekki upp við það.
En þetta verður að telja til óvandaðs frágangs.
Frásögnin er lipur og lifandi — stundum þó hnökrótt. Og viða mætti
bæta um málfar að minni hyggju.
Ég hefi hér að ýmsu fundið og annað lofað, reynt að segja kost og
löst á bókinni frá minum bæjardyrum séð. Að lokum vil ég taka það
fram, að ég las mér bókina til mikillar ánægju og taldi mig hafa mikið
gagn af lestri hennar.
Halldór Halldórsson.
Bókasafn A.B.
Almenna bókafélagið hefur hafið útgáfu bókaflokks, er nefnist Bóka-
safn A.B. Er hér um að ræða ódýra almenningsútgáfu merkra bóka, sem
verða mættu undirstaða að heimilisbókasöfnum hjá alþýðu manna.
Tvö síðastliðin ár hafa komið út fimm bækur í þessum flokki, en út-
gáfan hófst haustið 1966. Bækurnar eru þessar og í þessari röð útgefnar:
1. Kristrún í Hamravík eftir Guðmund G. Hagalín.
2. Líf og dauði eftir Sigurð Nordal.
3. Sögur úr Skarðsbók. Ólafur Halldórsson sá um útgáfuna.
4. Pislarsaga sira Jóns Magnússonar. Sigurður Nordal sá um út-
gáfuna.
5. Anna frá Stóruborg eftir Jón Trausta.