Skírnir - 01.01.1967, Side 160
158
Ritfregnir
Skírnir
gáfuna. Píslarsagan hefur ekki verið prentuð síðan, og er útgáfa hennar
nú hið mesta þarfaverk. Það eykur gildi bókarinnar, að Sigurður Nordal
ritar í formála merkilegar athuganir um galdraöld á Islandi, og þar birt-
ist einnig erindi hans: Trúarlíf síra Jóns Magnússonar, svonefndur Har-
aldar Níelssonar fyrirlestur, sem fluttur var í Háskólanum og gefinn út
á prent 1941. f erindi sinu segir Sigurður Nordal meðal annars:
„Nú er Jpað mála sannast, að Píslarsagan er í senn furðuleg menning-
arsöguleg heimild — að minm hyggju stórkostlegasti minnisvarði, sem
galdrafárið hefur látið eftir sig í bókmenntum nokkurrar þjóðar —, sjúk-
dómssaga og vellandi uppspretta auðugs og ósvikins alþýðumáls."
Sögur úr Skarðsbók koma nú í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir, en
Ölafur Halldórsson hefur valið efnið úr handriti því hinu fræga, sem
fslendingum var gefið í hitteðfyrra. Handritið er talið gert laust eftir
miðja 14. öld. Handrit þetta hefur að geyma, sem kunnugt er, postula-
sögur misgamlar. Hinar elztu þeirra, Tómas saga og Mattheus saga, eru
prentaðar hér í heilu lagi, en valdir kaflar úr hinum yngri.
Útgefandi ritar formála fyrir sögunum, og er í upphafi greint frá
gerð fornra handrita vorra, efniviði og vinnu að þeim, og er leikmönn-
um skemintilegur fróðleikur að þeirri greinargerð.
Um heilagra mauna sögur og hómiliur, sem eru einn mcginstofn og
frumþáttur fornbókmenntanna, en lítt kunnur almenningi, segir útgef-
andinn svo:
„Þeir, sem gerðu þýðingar helgar, liafa suinir hverjir verið mestu stíl-
snillingar allra alda á voru máli Vér höfum ekki efni á að setja ljós
þeirra undir mæliker.“
Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri hefur séð um útlit bókanna,
og er nafn hans næg trygging þess, að bækurnar séu vel úr garði gerðar
að ytra búnaði.
A.B.