Skírnir - 01.01.1967, Síða 163
Skírnir Skýrslur og félagatal iii
Mér þykir hlýða að fylgja þessum érgangi Skírnis úr hlaði með nokkr-
um orðum.
Eins og félagsmönnum Hins íslenzka bókmenntafélags er kunnugt,
hefur Skírnir nú hin síðari ár verið nokkru síðbúnari en viðunandi má
telja og hafa þar valdið ýmsar ástæður, sem ekki er þörf að rekja. Með
því að senda hann út nú er leitazt við að ráða nokkra bót á, en um leið
er þetta skýring þess, að árgangurinn er minni að fyrirferð en um langt
skeið hefur verið.
Var talið tvímælalaust rétt að senda hann út nú þegar í stað þess að
bíða frekari efnissöfnunar. Verður síðan stefnt að því, að árgangur 1968
komi út síðari hluta þessa árs, og hefur þá verið ráðin bót á óstundvísi
Skírnis, ef það tekst.
Þá varð eigi auðið að afla hentugs fylgirits nægilega tímanlega til
þess að senda með Skirni, en þess verður freistað að láta slíkt rit fylgja
árganginum 1968.
Leyfi ég mér að vænta þess, að félagsmenn líti með skilningi og vel-
vild á það, að telja má i rýrara lagi, það sem félagið lætur nú frá sér fara.
Um það, hvers sé að vænta í náinni framtíð, skal ég ekki vera fjöl-
orður. Undirbúningur er naumast kominn svo vel á veg, að timabært sé
að skýra frá einstökum atriðum þar að lútandi.
ítrekað skal þó það, sem fram kemur í fundargerð aðalfundar, að auk
Skírnis verður fyrst um sinn aðaláherzla lögð á að ljúka tveimur verk-
um, ljósprentun á íslenzkum gátum, þulum og skemmtunum og útgáfu
Annála 1400—1800. Þá verður og leitazt við að ljúka 16. bindi íslenzks
fornbréfasafns eins fljótt og verða má, en framhald þess mikla útgáfu-
verks þarf að öðru leyti að taka til gaumgæfilegrar endurskoðunar.
Ekki þarf að fjölyrða um svo alkunna staðreynd, að fjárhagur félagsins
er ekki góður, og fæstu af því, sem nú hefur verið getið, verður hrundið
í framkvæmd, nema félaginu takist að afla fjármagns til þess.
SigurSur Líndal.
11