Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 9
SKÍRNIR GRÍSKAR FORNMENNTIR Á ÍSLANDI 7
grundvelli nýrra trúarbragða. Menn líta því ekki um öxl, heldur
fram á við, arfurinn hefur nú ekki gildi sem slíkur, heldur að
svo miklu leyti sem við hann má styðjast í þessari viðleitni, og
þótt þessi arfur gangi að mörgu leyti í berhögg við hin nýju
trúarbrögð, getur verið gott að beita honum til að smíða þeim
óbrotgjarnan hugmyndagrundvöll. Fornmenntaiðkun miðalda
einkennist af því, á hve þröngu sviði hún er og beinist meir að
heimspeki en skáldskap, og það raunar nær eingöngu þeirri
heimspeki sem hæglega mátti samræma kristinni trú, svo sem
kenningum Platons um sálina og um heimssmiðinn, kenningum
Stóumanna um guðlega forsjón og eins hinni tilgangsfræðilegu
heimsmynd Aristótelesar. Jafnframt þrengist bókmenntaþekking
miðaldamanna á Vesturlöndum að mun við það að menn hætta
að geta lesið grísku, samkvæmt orðunum: Graeca sunt, non
leguntur, þannig að sú vitneskja sem menn hafa um fornöldina
er eingöngu fengin með lestri latneskra rita. Austur í Mikla-
garði hinsvegar er liinn gríski arfur varðveittur, og það er ekki
fyrr en á fimmtándu öld, eftir hrun Miklagarðsríkisins og í þann
mund er svonefnd endurreisn hefst á Vesturlöndum, að hinar
gullnu töflur berast vestur á bóginn og menn komast í verulega
snertingu við þennan arf.
Svo við víkjum nú sögunni til íslands, þá er erfitt að finna
þess merki, að það sem mætti kallast klassískt menntalíf á mið-
öldum hafi á einhvern hátt borizt hingað. Ferðir Væringja
tengdu okkur að vísu við sjálfan Miklagarð, en þær ferðir hafa
að sjálfsögðu haft jafnlítil menningaráhrif og Spánarferðir ís-
lendinga nú á dögum, þótt stöku orð eins og paðreimur og
fengari hafi slæðzt þannig inn í málið. Kristnitakan hefur ekki
leitt til neinna guðfræðilegra heilabrota eða heimspekilegra hér
á landi og, að því er virðist, ekki komið miklu róti á hugi manna
fremur en um inngöngu í eitthvert efnahagsbandalag væri að
ræða. Hvað fram hefur farið í fyrstu skólunum á íslandi, er
erfitt að gera sér í hugarlund, og þeir menn sem fengu á sig
lasrdómsorð á þessum tíma virðast hafa fengið það fyrir kunn-
áttu í allt öðru en í þeim sjö frjálsu lærdómslistum sem menn
lögðu allt kapp á að stunda í skólum sunnar í álfunni. Sigurður
Nordal lætur þess einhvers staðar getið, að íslendingar hafi þá