Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 60
58 KRISTJÁN ALBERTSSON SKÍRNIR
muni spyrja um sé nefnt „heimi hverjum í“. Þegar hann spyr
nm nöfn á mánanum svarar dvergur:
Máni heitir með mönnum,
en mylinn með goðum,
kalla hverfanda hvel helju í,
skyndi jötnar,
en skin dvergar,
kalla álfar ártala.
Hér er þá hverfanda hvel til í fornu skáldamáli í merking-
unni tungl. Einsýnt er að tilgáta Kambans er rétt, í vísunni um
brigðlyndi kvenna hlýtur að vera átt við tunglið — enda verður
hún þannig skilin ólíkt fegurri. Það er næsta langsótt hugmynd,
og óskáldleg, gerólík snilldaranda Hávamála, að hugsa sér hjörtu
sköpuð — á hjóli sem snýst.
En í augum manna var tunglið frá aldaöðli töfrandi, dular-
fullt himinhvel, sem gat látið haf hækka og hníga fyrir strönd-
um, en líka orkað á geð og líðan manna, og ekki æfinlega til
góðs. Þess vegna mynduðust orð eins og tunglsjúkur um sinnis-
veika, í ensku lunatic. Eins fór ekki hjá því að menn hugleiddu
að háttbundið tímabil í líkamslífi konu á frjósemdaraldri var
tíðast því nær jafn-langt tunglmánuði, en hann er tæpir 28
dagar. Af latneska orðinu mensis (mánuður) varð til orðmyndin
menstruus (mánaðarlegur), en sem nafnorð var það sömu merk-
ingar og menstruation í nýrri málum; en um þá raun kvenna
er til í íslensku orðið tunglmein, samkvæmt orðabók Sigfúsar
Blöndals. Tungl og kona höfðu jafn-langan mánuð, en af því
óx grunur um kynleg tengsl, einskonar blóðbönd — og um
vald tungls á skaplyndi kvenna.
Skáld hinnar frægu vísu Hávamála hefur þá stundina borið
þungan hug til kvenna, eftir öllu að dæma af napurlegri reynslu.
Honum hefur þótt sem tilfinningalíf þeirra minnti ekki á ann-
að fremur en einmitt þetta himinhvel, sem aldrei var samt við
sig nóttinni lengur, fór vaxandi eða þverrandi og gat þvínær
horfið með öllu, án þess ráðið yrði í hvaða lögum lytu sífelldar
breytingar þess — ekki fremur en skilinn yrði allur umbreyti-
leikinn í brjóstum brigðlyndra kvenna.