Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 149
SKÍRNIR
ÓLAFUR CHAIM
147
fyrsta konungs Svía (d. fyrir 1026): »Alter Anund, quem rex a
legitima genuit, cognomento fidei et gratiae dictus est Iacobus.«
(Annar var Önundur, sem konungur átti við konu sinni og hlaut
að auknefni trúar og náðar Jakobsnafn.)49 í Helgisögu Ólafs
konungs (frá því fyrir eða um 1200) segir: »Þæira sun var An-
undr er aðru namne het Iacob«.Ð0 í sögunni er hann ella ein-
göngu nefndur Önundarnafni, og svo er hann kallaður í sam-
tímaheimild, Erfidrápu um Knút ríka eftir Sighvat skáld.51
Snorri gerir aðra grein fyrir nafngift þessari í Heimskringlu:
»Enn gátu þau son ok var fœddr JákobsvQkudag [þ. e. daginn
fyrir Jakobsmessu, sennilega messu Jakobs postula, bróður Jó-
hannesar, 25. júlí]. En er skíra skyldi sveininn, þá lét byskup
hann heita Jákob. Þat nafn líkaði Svíum illa ok kQlluðu, at
aldrigi hefði Svíakonungr Jákob heitit.«02 Síðan segir frá því,
er Jakob var til konungs tekinn: »Eptir þat létu þeir brœðr,
Freyviðr ok Arnviðr, leiða fram á þingit Jákob konungsson ok
létu honum þar gefa konungsnafn, ok þar með gáfu Svíar hon-
um Qnundar nafn, ok var liann svá síðan kallaðr, meðan hann
lifði.«53 í samræmi við þessa frásögn nefnir Snorri hann jafnan
Jakob, áður en hann tók konungsnafn, en eftir það Önund. Vant
er nú að skera úr því með vissu, hvor meira hafi til síns máls um
uppruna nafnsins, Adam frá Brimum eða Snorri, en óneitanlega
virðist frásögn Adams sennilegri, einkum þegar litið er til fyrr-
greinds nafnsiðar í nágrannaríki Svíþjóðar, Danmörku. Þess
má einnig geta, að hið norræna nafn Önundar fellur inn í
stuðlaða ættartölu Svíakonunga: Eymundur — Eirikur — Ólafur
— Önundur, Eymundur (bræður).64 Sú staðreynd ætti ekki að
draga úr líkum þess, að Önundarnafn hafi verið hið upphaflega
nafn konungs. Virðast og fleiri en Adam frá Brimum hafa litið
svo á að fornu, því að í konungatali frá Ragnari loðbrók til
Hákonar háleggs, Eiríks Eiríkssonar og Birgis Magnússonar (og
því að líkindum samið 1299—1319) í AM 415, 4to er hann nefnd-
ur »Avnundr Jacob«.56
Þess ber þó að gæta, að dæmi finnst um það frá Orkneyjum á
12. öld, að upphaflegt skírnarnafn þoki fyrir öðru nafni, reyndar
öðru norrænu nafni, sem gefið var manni á fullorðinsaldri. í
Orkneyinga sögu segir, að »Sigurðr konungr [Jórsalafari] gaf