Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 203
SKÍRNIR
RITDÓMAR
201
á einkabréf og óbirt handrit (Rauða kverið) sem aldrei hafa komið fyrir
almenningssjónir og af þeim sökum varla getað haft mikil áhrif. Oft gerir
Hallberg ekki greinarmun á höfundi og sögupersónum hans. „Þetta er
greinileg endurspeglun persónulegrar reynslu höfundarins frá árunum 1924—
1925 eins og hún birtist í mjög persónulegum bréfum frá þessum tíma“ (19)
segir t. a. m. um viðhorf Steins Elliða í Vefaranum til heimalandsins. í
túlkun á einstökum verkum tekur hann gjarnan meira mark á höfundin-
um en verkinu sjálfu: „Það liggur kannski ekki beint við að tengja Halldór
Laxness Steinari Steinssyni — ef hann hefði ekki sjálfur gefið slíka bend-
ingu. Sú bending... er að vísu óbein en þó greinileg" (143).
Halldór er gerður mjög huglægur í viðhorfum sínum og ástæðum fyrir
þeim, og dregur Hallberg þar með um leið úr gildi þeirra. Þau eiga sér
ekki rök í þjóðfélagskerfinu heldur í persónulegri reynslu, jafnvel sálræn-
um vanda. Um viðhorf hans á seinni árum segir t. a. m.: „. ..má vera að
rökleiðsla hans gegn kreddum og kennikerfum virðist heiftarfull og ein-
hæf. Manni dettur í hug að það stafi af því að honum hafi fundist hann
sjálfur flæktur í net tveggja voldugra hugsjónakerfa, fyrst í kaþólskunni og
síðan sósíalismanum. Þetta er umfram allt sjálfsrannsókn" (152—153). A
sama hátt er sums staðar dregið úr skoðunum hans með stílnum og þær
afsakaðar með málskrúði eins og „Svarið er hert í eldi áróðursins" (133) og
„Brenndur af eldi reynslunnar" (153). Einnig er Halldór sagður hafa gaman
af því að hneyksla, eins og hneykslunin sé honum markmið í sjálfu sér:
„En f þessari grein eins og svo oft síðar í menningargagnrýni sinni gerir
Halldór sér far um að ganga eins langt og unnt var, að vekja hneykslun"
(18). Stundum kemur gagnrýni Halldórs fram sem persónulegur pirringur
hans. Honum er ýmislegt „mikill þyrnir í augum" (25), „notar tækifærið
til að reka hornin í það...“ (192), „grípur sem oftar tækifærið til að hnýta
í ...“ (62) og „hefur hvað eftir annað viðrað ólund sína...“ (54).
Skortur á heimildafærslu er oft tilfinnanlegur. Áður er getið tengsla
þessarar bókar við fyrri verk Hallbergs, sem hefði verið fræðileg skylda
bæði hans og Hins íslenska bókmenntafélags að geta. Að þessu leyti minnir
bókin á samnefnda bók sama höfundar sem út kom í Bandaríkjunum fyrir
fáum árum, Halldór Laxness, Twayne’s World Authors Series, 1971. En
þar er þess heldur ekki getið að hún sé stytting á fyrri verkum. Fyrir ís-
lenska lesendur er þetta þeim mun bagalegra sem þeir hafa meiri áhuga
og þekkingu á Halldóri Laxness en bandarískir, og lesa sumir allt sem um
hann er skrifað. I þessari nýju bók sem hér er til umræðu geta þeir átt
á hættu að rekast í annað, þriðja, ef ekki fjórða sinn, á sömu orðréttu um-
mælin. Sem eitt dæmi af mörgum má benda á frásögnina af þvi þegar
Halldór Laxness, að mati Peter Hallbergs, varð þjóðskáld. Árið 1956 segir
svo í Húsi skáldsins:
íslandsklukkan lægði storminn um höfundinn og gerði hann að reglu-
legu þjóðskáldi... Islandsklukkan gat orðið gjöf skáldsins til allrar
þjóðarinnar á þröskuldi nýs tíma (II, 139).