Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 173
SKÍRNIR SÖGUR BORNAR SAMAN 171
1) Eins og í lýsingunni á Gaus, er þess getið um Björn í S,
að hann bitu ekki járn, en ekki er það nefnt í M.
2) Ummælin um hólmlausn í Droplaugarsona sögu eiga sér
enga hliðstæðu í frásögn M af einvígum Bjarnar, en í S kveðst
Björn ekki munu með fé leysa sig af hólminum. Hins vegar lætur
M Skeggja leysa sig af hólmi.
3) Um sverðið Grásíðu tekur S fram að það má ekki deyfa,
en þetta atriði vantar í M.
4) í S heggur Gísli hinn eldri til Bjarnar „Og kemur á skjald-
arsporðinn og tekur undan honum fótinn fyrir ofan hné.“ Þessa
er ekki getið í M, sem segir þó um viðureign Gísla Súrssonar við
Skeggja að hann hjó „í móti með höggspjóti og af sporðinn
skildinum og af honum fótinn."
5) Um Gísla hinn eldri segir svo í M að hann þóttist „hafa
unnið mikinn sigur" í falli Bjarnar, en hér eins og víðar fer S
nær orðalagi Droplaugarsona sögu: „Gísli. .. fær af þessu orð-
stír góðan.“
Fyrir hólmgönguna við Gísla Súrsson biður Skeggi Ref að gera
mannlíkan eftir þeim Gísla og Kolbeini, „og skal annar standa
aftar en annar, og skal níð það standa ávallt þeim til háðungar“.
Til samanburðar má minna á frásögn Droplaugarsona sögu af
haustþingi í áttunda kafla, þegar Helgi Droplaugarson segir við
nafna sinn: „Þar stendur Hrafnkell að baki þér, Helgi.“ Á báð-
um stöðum er verið að bregða manni um kynvillu, þótt texti
Droplaugarsona sögu hafi verið skýrður á aðra lund,5 enda felst
ábending um það í svari Helga: „Það eru mér engin brigzli."
Nú er það eftirtektarvert, að í orðaskiptum sínum við Auði beitir
Ásgerður svipuðu orðalagi: „Það þykir mér engin brigzl." (S)
„Það þykir mér eigi brigzl." (M).
Þegar Gísli Súrsson er kynntur til sögunnar er engin lýsing á
honum í M, þótt slíkt megi heita hefðbundin venja í íslendinga-
sögum; hins vegar er honum lýst á svofellda lund í S: „Gísli var
maður svartur og sem þeir menn er stórir voru vexti; ógerla
vissu menn afl hans ... og. .. hógvær í skapi.“ Droplaugarsona
saga kynnir Grím svo: „Grímur var mikill maður vexti og af-
renndur að afli, hljóðlátur og stilltur vel.“ Hann og Gísli eru
báðir sagðir vera búmenn, og er livor um sig ólíkur bróður sín-