Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 205
SKÍRNIR
RITDÓMAR
203
Albertsson, en það er þó engan veginn fullljóst. Eftir stendur því sú spurn-
ing, hvort heldur bókin hafi verið kölluð „reiðikast" eða „óheft reiðigusa",
„flugrit" eða „níðrit", „púðurkcrling" eða „rússneskur flugeldur".
Það er einkennandi fyrir byggingu bókarinnar í heild, að viðmiðunin er
skoðanir og verk Halldórs á fjórða og fimmta áratugnum. Um það sem
áður gerist er fjallað sem aðdraganda, eins og kannski eðlilegt má teljast.
Öllu alvarlegra er að með rithöfundarferil Halldórs síðustu 23 árin er
farið sem eins konar viðbæti, „appendix". Fyrir kemur að skáldverk þess
tímabils eru afgreidd í einu lagi, jafnvel sem eins konar reikningsskil fyrri
skoðana, eftir formúlunni: „Þar fyrirfinnst ekki hin pólitíska kenning fyrri
bókanna" (138). Þetta misræmi er ekki sjálfu sér samkvæmt að magni til,
því að tímabilið fyrir 1930 fær mun nákvæmari umfjöllun en tímabilið
eftir 1952. Vefarinn fær tugi blaðsíðna, Guðsgjafaþula eina. Þótt ástæðu
þessa megi að sjálfsögðu rekja til þess stuðnings sem bókin hefur af fyrri
verkum Hallbergs, Vefaranum mikla og Húsi skáldsins, sem ná aðeins til
1952 eins og fyrr er getið, styður þessi hallagangur mýtuna um að Halldóri
hafi farið aftur sem rithöfundi eftir Nóbelsverðlaunin 1955.
Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu formálans um sérstaka áherslu á „greinum,
ræðum og ritgerðum", eru greinasöfn Halldórs frá síðari árum að mestu
látin liggja milli hluta. Hvað Halldór hefur um samtímann að segja, eða
„öld bílsins" sem hann kallaði svo í þjóðhátíðarræðu sinni 1974, er hér
ekki til umræðu. Yfirlýsing sem þessi dagar því uppi sem orðin tóm, jafn-
vel þótt rétt sé: „Með Vefaranum varð Halldór Laxness miðdepill íslenskrar
menningarumræðu, og þeirri stöðu hefur hann haldið allan skáldferil sinn“
(22). Og yfirleitt er mjög erfitt að átta sig á af þessari bók í hverju menn-
ingarsjónarmið hans eiginlega eru fólgin. Hvað um síaukna áherslu hans
á mannúðarstefnu? Hvað um vættatrú? Hvað um öll skrif hans um bók-
menntir (t.a.m. íslenskar fornbókmenntir), tónlist og málaralist? A þessi mál
er ekki minnst orði.
Eldri athuganir sínar hefur Hallberg að mjög litlu leyti endurskoðað út
frá sjónarhóli dagsins i dag. Það sem hann t. a. m. segir um Sölku Völku
og aðrar skáldsögur fjórða áratugarins átti kannski við þegar þær komu
út, en gildir ekki lengur, nema síður sé: , íslenskir lesendur og gagnrýnendur
voru hins vegar mjög uppteknir af hinum pólitísku þáttum bókarinnar.
Alltof uppteknir, mætti kannski segja. Og það eru örlög sem Salka Valka
deilir með hinum miklu skáldsögum er á eftir fóru. Oft hafa þær fremur
verið metnar sem framlag til pólitískrar umræðu líðandi stundar en sem
skáldverk" (112). Hlutverk skáldverks, sem og viðhorf til þess, er ekki
staðnað og óbreytilegt, eins og Hallberg hér virðist gera ráð fyrir, en
breytist í tímanum. Og hætt er við að þessar skáldsögur séu lesnar og
skildar á töluvert annan hátt nú en fyrir fjörutíu árum.
Að lokum nokkrar athugasemdir um hugtakið raunscei og þá túlkun sem
bókin gefur á þróun Halldórs. Sú merking sem Hallberg leggur í raunsæi
er mjög óljós. Oftast notar hann orðið í pósitívistískum skilningi, með skír-