Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 22
20
HELGA KRESS
SKÍRNIR
og strúktúralisma, sem beitir aðferðum sem vel eru fallnar
til að greina viðliorf og vitundarform. Farið er að huga að
bókmenntum sem áður höfðu verið vanræktar í bókmennta-
rannsóknum og þagað um í bókmenntasögunni. Auk bókmennta
eftir konur má nefna alþýðubókmenntir, bókmenntir nýlendu-
þjóða og þjóðabrota, bókmenntir fyrir börn og reyfarabók-
menntir. Bókmenntahugtakið hefur breyst, og áherslan færst
frá þröngu fagurfræðilegu sjónarmiði yfir á sögulegt og þjóð-
félagslegt eðli þeirra.
í áðurnefndum fyrirlestri tekur Ida Blom upp þörf kvenna
fyrir sjálfumleika og samstöðu sem ein rök kvennasögu:
Enkelt-individet söker identitet som del av en större gruppe, det være seg
som del av en nasjon (£. eks. i de nye afrikanske statene) — som del av en
klasse, eller som del av et kjönn. Hvilken gruppe som prioriteres kan vari-
ere fra individ til individ, men felles for dem er önsket om á identifisere
seg i forhold til fortiden. Midt i en gjennomgripende omlegging av tradi-
sjonelle adferdsnormer er kunnskap om tidligere tiders endringer — og
konstanter — i rollefordelingen mellom kjönnene av stor verdi. Dette syns-
punkt gjelder neppe alene for kvinner, men har ogsá gyldighet for menn.
Men det föles muligvis mer akutt for kvinnene fordi det vites sá lite om
deres fortid.í
Hér gegna bókmenntir tvímælalaust mikilvægu hlutverki. í
ríkara mæli en annað sem skráð er segja þær frá einkalífi manna,
tilfinningum þeirra, hugsunum og sálarstríði. Þær geyma því
vitneskju sem oft er alls ekki annars staðar að fá. Þetta á sér-
staklega við um konur, sem eiga svo til enga sögu, eins og
Ida Blom bendir á. í kvenlýsingum bókmennta má greina
kvenviðhorf hvers tíma, jafnt meðvituð sem ómeðvituð, og í
bókmenntum eftir konur má sjá áhugamál þeirra, líðan og vit-
und. Þannig geta konur fundið sjálfar sig í bókmenntunum,
hvort sem um er að ræða viðhorf til þeirra í neikvæðri eða fegr-
aðri mynd, eða lýsingu á raunverulegri stöðu þeirra.
II. Rannsóknarsviðið. Skilgreiningar
Svið kvennarannsókna í bókmenntum er mjög víðtækt, og
má nálgast það á ýmsan hátt. Höfuðflokkarnir eru tveir: rann-