Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 194
192
RITDÓMAR
SKÍRNIR
að því með dæmum úr norskri sagngeymd og málskjölum hvernig kjami
þjóðsagnar helst óbreyttur langtímum saman, en nöfn og ytri rammi er
breytingum undirorpið. Er niðurstaða Óskars sú, að samanburður Hrafn-
kels sögu og Landnámu sýni, að sögnin um Hrafnkel-Hallfreð hafi gengist
í munnmælum og margir hafi um vélt í rás tímans. Afleiðing þessa sé jafn-
framt sú, að ályktanir Sigurðar Nordals o.fl. um tilurð Hrafnkels sögu séu
byggðar á alröngum forsendum. Hin sagnfræðilega og fílólógiska aðferð
sem þar hafi verið beitt sé ónothæf við rannsókn á sannleiksgildi munn-
mælasagna.
Skoðanir fræðimanna á áðurnefndum skrám í Landnámu hafa verið skipt-
ar og eru ekki öll kurl komin þar til grafar. Ber nauðsyn til að þessar skrár
verði teknar til ítarlegrar rannsóknar í framhaldi af nýjustu rannsóknum
á Landnámu. Ýmislegt bendir til að skrár þessar séu misgamlar og er ekki
ólíkleg sú tilgáta Óskars, að Sturla Þórðarson hafi tekið höfðingjaskrána sam-
an eftir munnmælum. En samkvæmt þeirri skrá er Hrafnkell mesti höfð-
ingi á Fljótsdalshéraði öllu við lok landnámsaldar og ætla má að hann hafi
farið með eitt hinna 36 goðorða við stofnun allsherjarríkis. Samkvæmt frá-
sögn Landnámu af landnámi hans virðist hann hins vegar hafa verið af
óþekktri ætt og orðið að láta sér nægja afdal til landnáms. Þetta misræmi
í tveimur frásögnum Landnámu af Hrafnkeli bendir hins vegar til verulegra
sagna um hann frá þvi hann nam land og þar til hann er orðinn mesti
höfðingi á gervöllu Fljótsdalshéraði.
Samanburður á Hrafnkels sögu og Brandkrossa þætti ber mjög að sama
brunni.
Með þessum athugunum hefur Óskar Halldórsson rennt stoðum undir
þá ályktun að Hrafnkels saga byggist á munnmælum, en sé ekki alfarið höf-
undarverk. Ber þá næst að gaumgæfa hversu traust þessi ályktun er og hvort
forsendur hennar standist gagnrýni. Eins og áður gat er Landnáma til
vitnis um að sagnir hafi snemma myndast um Hrafnkel og eins og Óskar
nefnir réttilega er mismunur á frásögnum Landnámu og Hrafnkels sögu
af landnámi Hrafnkels og aðdraganda þess, þar sem Hrafnkeli og Hallfreði
er m.a. ruglað saman, einmitt þess eðlis sem algengast er í sagnageymd.
Óskar vitnar aðeins í einn þjóðsagnafræðing máli sínu til stuðnings. Enda
þótt þar sé um tímamótarannsókn að ræða, sem vel stendur fyrir sínu, er
rétt að taka fram, að fleiri þjóðsagna- og munnmælafræðingar hafa komist
að svipuðum niðurstöðum um eðli sagnageymdar. Er hér um að ræða al-
mennt viðurkennda reglu á vettvangi þessara fræða. Kjarni sagnarinnar
varðveitist, en ytri atvik, nöfn, staðir og annað breytist í tímans rás og
einnig þegar sögn flyst til á milli menningarsvæða. Má nefna sem dæmi
rannsóknir Odstedts á varúlfssögnum, sem breyttust eftir svæðum, og einnig
rannsóknir Granbergs á sögnum af skógardísum, sem lutu svipuðum lög-
málum. Síðast en ekki síst má nefna í þessu sambandi rannsóknir Dag
Strömbácks á íslendingasögunum sjálfum, þar sem hann tekur til með-
ferðar hvernig megi hagnýta þjóðsagnaefni síðari alda til samanburðar, en