Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 155
SKÍRNIR
ÓLAFUR CHAIM
153
það ár stendur í íslenzkum annálum: »Hófst Jórsalaferð in
mikla.«98 Þar sem fimmta krossferð verður ekki talin með hinum
mestu krossferðum, er sennilegt, að einkunnarorðið merki, að
mjög mikil þátttaka hafi verið í ferðinni af hálfu norrænna
manna, enda er af öðrum ástæðum líklegt, að svo hafi verið.
Ingi Bárðarson Noregskonungur undirbjó leiðangurinn frá Nor-
egi, en lézt vorið 1217, áður en lagt var af stað. Engu að síður
bjóst fjöldi manna til ferðarinnar, m. a. Skúli hertogi, Sigurður
og Hróar konungsfrændur, Erlendur Þorbergsson og Gautur á
Mel, og var dregið saman lið úr öllum landshlutum. Héldu
sumir landveg, en aðrir sigldu með ströndum fram undir for-
ystu Hróars konungsfrænda og Erlends Þorbergssonar. Erlendur
stýrði skipi því, er »bæjarmenn« (sennilega í Niðarósi) höfðu
látið gera á sinn kostnað, og sýnir það, hve þátttaka hefur verið
almenn í undirbúningi leiðangursins. Skip þeirra Hróars slóg-
ust í för með öðrum skipum frá Vestur-Evrópu. Lenti floti
krossfara að vanda í Fari (Ferrol) í Galisíu, og gengu krossfarar
þaðan til Santiago de Compostela, en höfðu síðan flestir vetur-
setu í Lissabon. Vitað er, að Erlendur og lið hans tóku þátt í
umsátrinu um Damíetta í Egyptalandi sumarið eftir, en skip
Hróars er sagt hafa komið til Akursborgar.99
Vorið 1223 hvatti Honorius páfi III konunga Norðurlanda
til sjöttu krossferðar með Friðriki keisara II.100 Til er bréf frá
þeirn feðgum Valdimar II Danakonungi og Valdimar unga frá
árinu 1224, þar sem þeir skuldbinda sig til að fara innan tveggja
ára til Jórsalalands með a. m. k. hundrað skipa flota og dveljast
ekki lengur en vetrarlangt á Spáni, en berjast í heilt ár við
Serki í Palestínu.101 Ekki varð af þessum fyrirhugaða leiðangri,
en út úr skuldbindingunni um dvölina á Spáni virðist mega
lesa það, að sumum hafi þótt nóg um þrásetu norrænna manna
á Íberíuskaga á leið þeirra til Jórsala. Þótt ekki yrði af kross-
ferð þeirra feðga, sigldi mikið danskt lið suður til Miðjarðar-
hafs vorið 1227, en fyrirliði hinna dönsku krossfara, Jóhann
Ebbason, lézt í Akursborg 1232.102
Það var í þessari krossferðalotu, sem Aron Hjörleifsson hélt
frá Noregi til Jórsala ásamt fylgdarmanni sínum íslenzkum,
Eyjólfi að nafni, en Aron hafði orðið að flýja frá íslandi vegna