Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 121
SKÍRNIR FARALDUR GÍSLA BRYNJULFSSONAR 119
ástfanginn í stúlku í Reykjavík og hún í honum, en foreldrar
hennar meinuðu þeim að eigast. Slík vonbrigði hafa án nokk-
urs efa orðið manni með liina hvikulu skapgerð Gísla verulega
þungbær, og má ætla, að þá hafi verk Byrons, og eigin skáld-
skapur í sama anda, orðið honum drýgst skjól að skríða í.2
Víst er um það, að á fyrstu Hafnarárum sínum orti Gísli m. a.
þau tvö kvæði, sem líklega munu halda nafni hans hvað lengst
á lofti. Þau eru Grátur Jakobs yfir Rakel og Faraldur. Þetta eru
hvortveggja tregafull kvæði í anda Byrons og bera vitni um
fullkomið áhugaleysi á veraldlegum málefnum samtímans. Á
viðleitni til að taka dapurlegum örlögum með karlmennsku og
sigrast á þeim örlar þar ekki.
Árið 1848 gaf Gísli út fyrri árgang af tveimur af tímaritinu
„Norðurfari" ásamt Jóni Thoroddsen, skáldi og síðar sýslu-
manni. Birti hann bæði ofangreind kvæði sín þar, og eru heim-
ildir fyrir því, að heima á íslandi vöktu þau hrifningu og urðu
mjög vinsæl af almenningi.3 Annað gerði Gísli líka árið 1848;
hann ritaði merka dagbók, sem veitir einstaklega góða innsýn
inn í hvarflandi hugarheim hans um þetta leyti, og hin marg-
víslegu áhugamál hans, jafnt á sviði bókmennta og stjórnmála.4
Annað örlagaríkt gerðist í lífi Gísla árið 1848: Hann varð
gagntekinn af febrúarbyltingunni í Frakklandi og þeim frelsis-
hugsjónum, sem streymdu út. um mörg Evrópulönd frá henni
það ár. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hann reit margt
um hana í báða árganga „Norðurfara". Frá bókmenntasöguleg-
um sjónarhóli er hitt þó merkara, að liann orti um þessi efni
allmörg veigamikil kvæði, sem prentuð eru 1891 í ljóðabók
lians.5 Má þar nefna kvæðin Upphaf frelsishreyfinganna 1848,
Bjarkamál hin nýju, Júníbardaginn í Parísarborg (23.-26. júní)
1848, írland 1848 og Magyaraljóð. Þessi kvæði ólga af frelsis-
hugsjón þeirri, sem höfundurinn sér framkvæmda í umbylting-
unum 1848; hann ræðst af heift gegn hinum ráðandi stéttum
í Evrópu, kóngum, aðli og klerkum, og túlkar samúð sína með
hinum undirokuðu stéttum bænda og handverksmanna í þess-
um löndum, sem eru að berjast til að velta af sér áþján kúgara
sinna. Þessi yrkisefni eru einstök í hinni rómantísku ljóðagerð
okkar á 19. öld og eignuðust ekki hliðstæður fyrr en í byltingar-