Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 143
SKÍRNIR
ÓLAFUR CHAIM
141
á tveimur stöðum sýnir framburð ritara, sem hefur verið í sam-
ræmi við latneska framburðarvenju, sbr. Chaiphas.
2) Ósennilegt er, að viðurnefnið chaim geti verið afbakað
íslenzkt viðurnefni, og þá helzt kámi, sem stafsett hefði verið
chámi á fyrra hluta 13. aldar, þar sem ekki er að vænta ch í
þeirri stöðu í íslenzku orði.
Þessi niðurstaða verður þannig til að styrkja enn orðmyndina
chaim í Króksfjarðarbók.
5
En þó að liandritarannsókn og staffræðilegar atliuganir megi
þykja leiða í ljós, að orðmyndin chaim í Króksfjarðarbók sé
miklu traustari rökum studd en myndin kámi (kámr) í IIp-
handritum, hefur þó óneitanlega hingað til verið galli á gjöf
Njarðar: Hið erlenda orð chaim hefur hvergi fundizt í öðrum
heimildum. Og þó að reglan um lectio difficilior sé einatt í
góðu gildi, getur lesháttur að sjálfsögðu orðið svo erfiður, að
menn freistist til að hafna honum og velji heldur hinn auð-
veldari. Þannig liefur í þessu dæmi farið þeim Guðbrandi Vig-
fússyni í Oxfordútgáfu Sturlungu,28 K. Rygh29 og E. H. Lind.30
Nú kemur lýsingarorðið kámr hvergi örugglega fyrir í forn-
málstexta, en skýrendur orðsins hafa talið það af sömu rót og
nísl. nafnorðið kám ‘óhreinindi’ og merki lýsingarorðið ‘svart-
ur, óhreinn’, sbr. fær. kámur, nno. kaarn ‘dökkur’. E. H. Lind
telur þrjú norsk viðurnefni af þessari rót: Kætill ltamer (um
1270), Þorstæin kamr (um 1340) og óystæin kamse (1316) og
telur merkinguna ‘dökkur, með svarta skeggrót’.31
Enn ber þess að geta, að menn hafa þótzt finna dæmi um
mannsnafnið Kámur á öðrum stað í íslenzkum heimildum. í
frumbréfi á skinni rituðu í Vík í Sæmundarhlíð 24. febrúar
1391 (Landsbókasafn íslands, Dipl. 2), þar sem skýrt er frá því,
að Benedikt Brynjólfsson hins ríka á Ökrum hafi keypt Nautabú
í Tungusveit og selt þrjár aðrar jarðir, er talinn meðal vitundar-
votta sueinn tamsson, en svo les Stefán Karlsson nafnið í forn-
bréfaútgáfu sinni með eftirfarandi athugasemd: »tamsson, usik-
kert, men snarest sáledes; t er ikke helt normalt, men kan dog