Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 48
46
HELGA K.RESS
SKÍRNIR
spurningin er sú, hvernig rithöfundur getur verið bölsýnn en
um leið hvetjandi í kvenfrelsisbaráttunni. Hún segir:
Hvad Jette Drewsen svarer sine kritikere, kan man finde paralleller til
i Amalie Skrams breve: at det er den kvindelige forfatters opgave at gen-
give sin opfattelse af kvindevilkár og kvindemuligheder psykologisk sandt,
selv om spstrene i den aktuelle kampsituation kan have hárdt brug for kon-
krete vejvisninger. For Amalie Skram er det altsá en psykologisk sandhed,
at seksualiteten ikke lader sig inddrage i kærligheden, og for Jette Drewsen
er det en psykologisk sandhed — pá „Fuglens" udgivelsestidspunkt — at en
kvinde ikke kan klare kunst, kærlighed og bpmeopdragelse pá een gang.
Selvfplgelig havde været fint, hvis disse kvindeverdener sá havde været
stærke, lykkelige og fulde af brugsanvisninger, men jeg tror nok, jeg vil give
Amalie Skram ret i, at de eneste krav, man som læser og kritiker kan stille
til en forfatter er noget i den retning: aldrig skrive noget, som det i den
personlige erfaring mangler dækning for, og hvis denne er pessimistisk, da
at holde pessimismen pá den hárfine grænse, der undgár det selvopgivende
piveri og i stedet sætter skub i tingene: Det gár ikke lige nu. Men g0r noget
ved det.
Bæði forskriftarstefnan og hugmyndafræðigagnrýnin gera viss-
ar kröfur til bókmenntaverka, og hefur hugmyndafræðigagnrýn-
in verið sökuð um að vilja „leiðrétta“ þær liugmyndir sem þar
koma fram.43 Orð Maria Bergom-Larsson sem vitnað var til hér
að framan má raunar hins vegar lesa sem svar við slíkri gagnrýni.
Vitundargreiningin hins vegar leggur áherslu á að skilja og út-
skýra, og lítur á hugmyndafræði bókmenntanna sem mikilvæga
heimild um viðhorf og vitund manna um stöðu sína á hverjum
tíma. Fyrst verður að skilja, áður en hægt sé að breyta.
VI. Staða kvennarannsókna innan bókmenntafrceðinnar
í sjálfu sér þyrftu kvennarannsóknir í bókmenntum ekki að
hafa neina sérstaka stöðu innan bókmenntafræðinnar. Þær nota
sömu aðferðir og aðrar þjóðfélagslegar bókmenntarannsóknir
og markmið þeirra er hið sama, betra þjóðfélag og fegurra
mannlíf. En þær standa öðrum rannsóknum ekki jafnt að vígi.
Konur eru og hafa verið kúgaðar, jafnt í bókmenntum og bók-
menntafræðum sem í lífinu sjálfu, og raunar á öllum sviðum