Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 199
SKÍRNIR RITDÓMAR 197
mestu um það, að horfið var að þeirri lausn, sem Þorgeir ljósvetningagoði
bar fram á alþingi.
Sú skýring, sem hér er sett fram, er að sjálfsögðu ekki alveg ný af nálinni,
því að t. d. hafa bæði Björn M. Ólsen og Sigurður Nordal vikið að svip-
uðum hugmyndum. En hér er þó gengið lengra en þeir hafa gert og ákveðnir
þættir dregnir gerr fram en fyrr. Þannig leggur Bo Almqvist réttilega áherslu
á þann ríka þátt sem lögin annars vegar og skáldskapurinn hins vegar hafa
átt í því, að kristni komst á með svo friðsamlegum hætti. Einkum gerir hann
þætti skáldskaparins betri skil en fyrr hefur verið gert. Veldur þar miklu,
að Bo hefur gerr kannað níðið en nokkur fræðimaður annar, en hér er hlutur
skáldskaparins framar öðru hlutur níðsins. Er mikilvægt að fá þeim þætti
gerð jafngóð skil í aðdraganda kristnitökunnar og hér er gert.
Þegar fjallað verður um kristnitökuna á íslandi í framtíðinni, verður ekki
gengið fram hjá því, sem Bo Almqvist hefur hér lagt til mála. Hitt er svo
annað mál, að þessi skýring hans gerir ekki á viðhlítandi hátt grein fyrir
öllum atriðum þessa flókna máls. Skortir hér helst, að ekki er tekið nægi-
legt mið af íslendingabók og of fljótt farið yfir sögu þar sem rakin er frá-
sögn Ara.
Verulegur þáttur í þessu verki er rannsókn heimilda. Hefur Bo þar með
þokað áleiðis rannsókn ýmissa flókinna heimildatengsla, er lengi hafa vafist
fyrir fræðimönnum. í kafla, sem fjallar um níð gegn Friðriki trúboðsbiskupi
og Þorvaldi víðförla, tekur Bo til umræðu tengsl Kristni sögu og Olafs
sögu Tryggvasonar ennar mestu. Eins og kunnugt er, eru báðar þessar sög-
ur taldar byggja á glötuðu riti Gunnlaugs munks Leifssonar um Ólaf
Tryggvason. Þessa sögu mun Gunnlaugur hafa ritað á latínu um 1200 og
henni hefur líklega fljótlega verið snúið á íslensku, að því er fræðimenn
hafa talið. Það hefur þó valdið mönnum heilabrotum í þessu sambandi, að
í upphafi Ólafs sögu Tryggvasonar ennar mestu í Bergsbók segir: Hér byrjar
saga Ólafs kóngs Tryggvasonar, er Bergur ábóti snaraði. Bergs ábóta er
síðast getið á lífi 1345 og hefur því gengið illa að koma þessum atriðum í
skynsamlegt samhengi.
Bo Almqvist setur fram þá tilgátu, eftir að hann hefur dregið fram van-
kanta fyrri skýringa og skyggnt vandamálið frá ýmsum hliðum, að Bergur
ábóti hafi gert nýja þýðingu á riti Gunnlaugs. Eru dæmi til þess að slíkar
þýðingar hafi verið gerðar á öðrum ritum. En þessi tilgáta, ef rétt er, veldur
því, að endurskoða má heimildargildi Kristni sögu annars vegar og Ólafs
sögu Tryggvasonar ennar mestu hins vegar. Til þessa hafa menn af ýmsum
ástæðum ætlað Kristni sögu meira heimildargildi. Veldur þar að líkindum
mestu hve hófstilltur stíll hennar er og nær knapporðum ritstíl elstu sagna-
ritunar á íslandi. Ólafs saga Tryggvasonar en mesta leggst hins vegar eftir
helgisögnum og málskrúðsstíl, sem hlýtur að stuðla að ótrú manna á henni
sem heimild. En sé það rétt tilgáta, að Ólafs saga Tryggvasonar en mesta
byggi á nýrri þýðingu á verki Gunnlaugs, þá gæti hún, þrátt fyrir allt, farið
nær frumtexta sameiginlegrar heimildar þeirra Kristni sögu.