Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 209
SKÍRNIR
RITDÓMAR
207
Philip Houm, sem notað hefur verið sem undirstöðuverk í norskri bók-
menntasögu frá því það kom út á árunum 1923—1955, og síðan í endur-
skoðaðri útgáfu. Rök Beyers fyrir ritun nýrrar bókmenntasögu eru þau,
að bókmenntasagan standi ekki í stað fremur en önnur saga og verði því
stöðugt að skrifast upp á nýtt. Fortíðin breytist með breyttu þjóðfélagi og
breyttum sjónarmiðum, og einnig með hverju nýju stóru skáldverki. Nýjar
rannsóknaraðferðir komi fram, nýjar niðurstöður og nýtt bókmenntamat.
í samræmi við bókmenntafræði nútímans er stefna ritsins einkum fólgin í
tvennu. Það vill leggja áherslu á samband bókmennta og þjóðfélags, og í
stað ævisögulegs áhuga fyrri bókmenntasögu á skáldinu, vill það leggja
áherslu á skáldverkin, á verkgreiningu.
Fyrsta bindi Norges litteraturhistorie heitir ,.Fra runene til Norske Sel-
skab“, og spannar það yfir 1000 ár í norskri bókmenntasögu, þ. e. frá upp-
hafi til ca 1800. Ludvig Holm-Olsen skrifar rúman helming þess, urn
„Middelalderens litteratur i Norge", og Kjell Heggelund skrifar um „Unions-
tiden med Danmark".
Annað bindi nefnist „Fra Wergeland til Vinje“ og fjallar um tímabilið
frá 1814 fram til ca 1860. Ritstjóri verksins, Edvard Beyer, skrifar um árin
1814—1830 og um þjóðskáldið Wergeland. Ingard Hauge skrifar um „poetisk
realisme og nasjonalromantikk" og Olav B0 um „folkediktinga".
Þriðja bindi heitir „Fra Ibsen til Garborg", og er það allt eftir Edvard
Beyer.
Fjórða bindi heitir „Fra Hamsun til Falkberget". Þar skrifar Rolf Nyboe
Nettum um „Generasjonen fra 1890-Srene“, Per Amdam skrifar kaflann
„En ny realisme. Historie og samtid", og Bjarte Birkeland „Ein ny realisme.
Grenda og Verda", og einnig um „Den nye lyrikargenerasjonen".
Fimmta bindi heitir „Mellomkrigstid" og tekur fyrir millistríðsárin og
einnig barnabókmenntir, þótt þeirra sé að engu getið í titli. Kjplv Egeland
skrifar „Mellomkrigstid", og Tordis 0rjaseter um „Barne- og ungdomslit-
teraturen fra 1914 til 1970-&rene“.
Sjötta og síðasta bindi fjallar um „Vár egen tid“ og er eftir Willy Dahl.
Nær það til áramóta 1972/1973. Einnig er í þessu bindi mjög nákvæm rita-,
tíma- og nafnaskrá (um 150 bls.) yfir öll bindin sex, sem gerir verkið mjög
handhægt sem uppsláttarrit.
Bókmenntasaga verður að meta skáldverk bæði í Ijósi samtíðar þeirra og
í ljósi nútímans, og sýna með því stöðu þeirra, áhrif og hlutverk í sögulegri
þróun. Viðfangsefni bókmenntasögu er sem sagt ekki bara bókmenntir for-
tíðarinnar, heldur einnig samband nútímans við þær. Sjónarmið Beyers í
formála eru ekki heldur svo fjarri þessu, þegar hann segir að bókmennta-
söguna verði sífellt að endursemja, hún eigi sína stöðu í sögulegu samhengi
og verði að sjást út frá því. í Norges litleraturhistorie átti athyglin líka að
beinast sérstaklega að sambandinu milli bókmennta og þjóðfélags. Á þessu
stefnumiði verksins hefur samt orðið þó nokkur misbrestur í reynd, og upp-
fylla höfundar þess mismunandi vel þau skilyrði sem þeir hafa sett sér.