Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 76
74 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKIRNIR
1 Nótt og draumi birtist Ketilbjörn fyrst er hann kemur til
að sækja í fóstur systur Ugga, Betu, sem tortryggir afann svo
mjög að hún vinnur það til að kalla stjúpuna mömmu til að
komast hjá fóstrinu.
Næst hittir Uggi móðurafa sinn er hann fer í brúðkaupsveislu
að Knerri. Nú sér hann Ketilbjörn í öllu veldi heima í ríki hans,
heillast af persónunni sem aldrei fyrr, og sameiginlegur sökn-
uður eftir móður Ugga tengir þá nánari böndum.
í annað sinn í sögunni skiptir koma Ketilbjarnar sköpum á
æviferli Ugga er hann að töpuðu málinu um Grímsstaði kemur
og krefur tengdason sinn fyrrverandi, föður Ugga, um jarðar-
afgjald undanfarinna ára og Greipur hleypir sér í skuld til að
halda jörðinni. Með þeirri skuld er endanlega mörkuð sú braut
fátæktar án möguleika til skólagöngu, sem einkennir unglings-
ár Ugga.
í síðasta sinn sér Uggi afa sinn þegar hann hefur ákveðið að
brjóta fjötur fjárskorts og menntunarleysis og fara á lýðháskóla
í Danmörku. Við þá lieimsókn að Knerri býður afi Ugga að
nefna nafnið sitt þegar honum liggi við. Frekari skipti Ugga
við móðurafa sinn fara fram í bréfagerðum þeirra á milli.
Ugga berast tvö bréf frá afa. Með fyrra bréfinu fylgja 50 krón-
ur og kemur það sem manna af himnum er Uggi sveltur í Ár-
ósum. Síðan skrifar Uggi þrisvar: fyrst þakkarbréf frá Árósum,
þá bréf um jólaleytið fyrsta veturinn sem hann dvelst í Kaup-
mannahöfn, og loks kemur þar eftir u. þ. b. ársdvöl í Kaup-
mannahöfn að Uggi eygir ekki aðra leið en biðja afa sinn um
hjálp. Hann hefur á köflum soltið heilu hungri, er með leikrit
í smíðum og biður nú afa á Knerri að lána sér 600 krónur. Við
þeirri beiðni berst honum um síðir eftirfarandi bréf:
Kære Frænde, Tak for dit Brev, Tak ogsaa for dit Julebrev, du skriver
der om en Mand som vil flyve i Luften með en Maskine, f0r fl0j man paa
Trylletæpper, saadant kan man til N0d forstaa, Uld er dog lettere end Staal,
Uld blæser for Vinden, men at flyve med tunge Ting og uden Vinger dertil
skal der megen Fitons Aand, jeg troede at al Gjalder var udd0d i Danmark,
heroppe har vi mistet Kraften, men Dansken er lun, gaar stille med det, tro
det naar du ser det. Jeg sender dig indlagt femti Kroner, mere kan jeg ikke,
slet ikke alle de mange Penge du beder mig om, men femti Kroner, med