Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 216
214
RITDÓMAR
SKÍRNIR
frá öðrum samhljóðum, sem geta staðið fyrir framan samhljóð. Það kemur
í ljós í skynjunarrannsóknunum (bls. 184—190), að kagga og kakka er aldrei
ruglað saman. Er það einfaldlega vegna þess, að það er ekki hljóðlengd,
sem greinir þessi orð að, heldur eru það ólík hljóð. Mistökin eru þau, að
orð eins og kakka, detta og hoppa skuli tekin með í þessa rannsókn. Þau
eiga þar ekki heima. Aðblásturinn svokallaði er hljóðfræðilega [hj og sem
slíkur á hann ekkert sameiginlegt með áherzlu og líkum fyrirbærum. Sara
leggur áherzlu á þetta sfðasta atriði (bls. 189, 234) og er það vissulega vel.
Rannsókn Söru fjallar eingöngu um hljóðlengd f linmælisframburði. Er
rannsóknin í tveim hlutum: annars vegar myndun hljóðlengdar í fram-
burði hljóðhafa og hins vegar skynjun hljóðlengdar. í síðari hluta rann-
sóknarinnar er notað gervihljóðróf. Sá hagur er að því, að þá er hægt að
stjórna nákvæmlega lengd einstakra hljóða og finna út, hvaða þættir hafa
áhrif á skynjunina. Er þessi hluti rannsóknarinnar hinn mikilvægasti og
er það í fyrsta sinni, sem þess konar aðferðir eru notaðar f hljóðfræðirann-
sókn á íslenzku máli.
í stuttu máli sagt þá kemur f ljós, að samhljóðalengd er ekki til í lin-
mælisframburði. Samhljóðin í innstöðu í orðunum kaka og kagga eru
næstum af sömu lengd og sömuleiðis í orðum eins og is, iss og htis, húss
eða öðrum svipuðum. Eina langa samhljóðið f linmælisframburði er r í
orðum eins og barra, sem myndar andstæðu við bara (bls. 61—62). í sunn-
lenzkum framburði eru því til tvenns konar atkvæði /V:C/ og /VC/. Að
þessu leyti staðfestir Sara fullkomlega niðurstöður undirritaðs. Það væri
samt rangt að draga af því þá ályktun, að samhljóðalengd væri ekki til í
íslenzku. Rannsókn Söru gildir einungis fyrir sunnlenzku, en ekki fyrir
íslenzkt mál í heild. Rannsókn undirritaðs hefur greinilega sýnt, að í
harðmælisframburði eru til langir samhljóðar. Óbeint staðfestir Sara einnig
þessa niðurstöðu. Ef gerviorðin kaka hafa fráblásið k í innstöðu. verður
áherzlusérhljóðinn að vera lengri (bls. 87, 174—176). í norðlenzku gilda því
önnur lögmál um hljóðlengd en í sunnlenzku. Almennt gildir hins vegar
fyrir íslenzkt mál, að sérhljóðalengd er alls staðar fyrir hendi. Þetta er
mjög mikilvægt atriði, sem engin hljóðlýsing íslenzks máls hefur enn sem
komið er tekið fullkomlega tillit til.
í ljósi niðurstaðna sinna ræðir Sara þann möguleika, að þessi rannsókn
geti varpað nýju ljósi á sögu þróunar hljóðlengdar í íslenzku. Hún telur
sig hafa fundið nokkur rök fyrir því, að hljóðdvalarbreytingin hafi gerzt á
13.—14. öld, en ekki á 15.—16. öld eins og yfirleitt er álitið (bls. 207—213).
Það er vissulega eðlilegt að gera ráð fyrir, að svo umfangsmikil breyting
sem hljóðdvalarbreytingin hafi gerzt á nokkrum tíma, jafnvel nokkrum
öldum. Undirritaður telur sig einnig hafa fært nokkrar líkur að því, að
hljóðdvalarbreytingin hafi orðið a.m.k. ekki síðar en á 14. öld. Sú rök-
semdafærsla er þó annars eðlis en sú, sem Sara beitir. Þótt þannig megi
telja líklegt, að hljóðdvalarbreytingin sé a.m.k. frá 14. öld, er það skoðun
undirritaðs, að röksemdir Söru fyrir því séu veikar. Ef til vill eru þær