Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 101
SKÍRNIR
BANDAMANNA SAGA
99
þeir samið og skrifað eftir pöntun fyrir höfðingja, sem flestir
voru ólæsir, en vinnuhjú og bændur hafi verið án allrar bók-
menningar.12 Stefán Karlsson hefur í grein sinni, Ritun Reykja-
fjarðarbókar13 sýnt fram á allmarga skalla í röksemdafærslu
Lönnroths. Hann bendir á, að ekki verði vefengt að í klaustrum
hafi farið fram mikil bókagerð; þekkt séu allmörg handrit sem
að öllum líkindum voru skrifuð á Helgafelli, Munkaþverá og
Möðruvöllum.14 í annan stað sé vitað að bændur hafi látið rita
eða skrifað sjálfir skinnbækur. Stefán nefnir sem dæmi ritstörf
sona Lopts Guttormssonar, Orms og Ólafs. Sá fyrrnefndi hefur
skrifað liluta af Perg. fol. nr. 2, dýrlingasögur, en Ólafur skrifaði
AM 557 4to; þar eru á m.a. Gunnlaugs saga og Hallfreðar saga.
Systursonur þeirra var Þorleifur hirðstjóri Björnsson, Þorleifs-
sonar og Ólafar Loptsdóttur. Hann mun sjálfur hafa ritað nokk-
urn part af yngri hluta Flateyjarbókar. Sonur Þorleifs var Björn
bóndi á Reykhólum. Hann hefur skrifað handritið Perg. fol.
nr. 3, dýrlingasögur. Hálfbróðir hans, Þorsteinn Þorleifsson á
Svignaskarði, hefur t. d. skrifað Grettis sögu og fyrri hluta Hálf-
danarsögu brönufóstra í handritinu AM 152 fol. Af þessari sömu
ætt eru feðgarnir Ari Jónsson, Tómas og Jón, en þeir skrifa um
miðja 16. öld sögubókina AM 510 4to, en þar eru m.a. Víglundar
saga, Bósa saga og Finnboga saga. Stefáni telst svo til að á
h.u.b. 140 ára skeiði (1420—1560) hafi 8 afkomendur Lopts Gutt-
ormssonar skrifað 19 bækur. Hann bendir á að í þessum hópi séu
bæði skilgetnir og óskilgetnir — og telur það vera vísbendingu
um að skriftarkunnátta og bókmenning hafi ekki verið bundin
við þá sem „allra efst vóru settir í þjóðfélagsstiga. Allir hafa
þessir menn þó verið vel efnum búnir — nema helzt Arasynir —,
svo að segja má að yfirlit þetta veiti ekki mikla vitneskju um
skriftarkunnáttu og bókagerð alþýðu manna, en af sjálfu leiðir
að þeim mun torveldara er að hafa upp á nöfnum skrifara sem
veraldargengi þeirra er minna og heimildir um leið fáskrúð-
ugri“.15
Af þeim fáu heimildum sem við höfum um bókagerð, virðist
vera ljóst, að þegar sleppir útflutningi handrita til Noregs á
14. öld,16 þá er einungis um að ræða innlendan markað, sem