Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 217
SKÍRNIR RITDÓMAR 215
samt gagnlegar, ef að auki koma til önnur rök, en einar sér geta þaer ekki
skoðazt sem nægilegar.
Mjög mikilvægur er kaflinn (bls. 217—237) þar sem Sara ræðir gildi fyrri
hljóðkerfislýsinga á hljóðlengd í íslenzku. Það er ótvírætt, að rannsókn
hennar hefur leitt í ljós, að lengdin ein er nægjanleg til að greina á milli
langra og stuttra atkvæða og sérhljóða í íslenzku. Þar þarf ekkert annað að
koma til, hvorki áherzla eða annað slíkt. Þetta er niðurstaða, sem frekari
hljóðkerfislýsingar íslenzks máls verða að taka tillit til. Það væri hins vegar
rangt, ef niðurstöður Söru væru álitnar gilda fyrir öll afbrigði íslenzks máls.
Svo er vissulega ekki. Næsta verkefni er að rannsaka, hvernig hljóðlengd er
háttað í ýmsum Iandshlutum og hvort til eru málsvæði þar sem hljóðlengd
er ólíkt háttað. Við það verkefni, sem er mun stærra í sniðum en verkefni
Söru og heyrir framtíðinni til, verða mistök og árangur þessarar rannsóknar
ómetanlegur leiðarvísir.
Magnús Pétursson
magnús pétursson:
DRÖG AÐ ALMENNRI OG ÍSLENSKRI HLJÓÐFRÆÐI
Ritröð Kennaraháskóla íslands og Iðunnar I
Reykjavík, Iðunn, 1976
Þetta er lítið kver, sem lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn. Það er
aðeins um 90 bls. að lengd, þar af um 60 lesmálssíður, 25 sfður með skýringar-
myndum og ritaskrá á þrem bls. Hið ytra býður kverið af sér góðan þokka,
því að frágangur allur er snyrtilegur og prentvillur virðast mjög fáar.
í aðfararorðum segir, að bókinni sé einkum ætlað að vera kennslubók í
hljóðfræði fyrir kennaraefni. Höfundur (MP) getur þess í formála, að allar
ábendingar verði þegnar þakksamlega. Ég treysti því, og mun þess vegna
fjalla meira um galla bókarinnar en kosti, eins og oft vill verða f ritdómum.
Meginhlutverk kennslubókar af þessu tagi hlýtur að vera að stuðla að
skilningi á undirstöðuatriðum greinarinnar. Með hliðsjón af því þykir mér
MP stundum fara fullfljótt yfir sögu í almenna inngangskaflanum, t. d.
þegar hann fjallar um grundvallaratriði eins og röddun (bls. 21—22). Ann-
ars staðar ber mikið á ýmiss konar flokkun í tölusetta liði, sem gera kenn-
tirum auðvelt fyrir að semja prófspurningar eins og .,Nefnið 8 mismun-
andi myndunarhætti hljóða" eða „Nefnið 10 myndunarstaði". Bókin býr
menn vel undir að svara slíkum spurningum. Skýringarnar, sem fylgja flokk-
uninni, eru hins vegar stundum af skornum skammti og flokkamir býsna
inismunatidi í eðli sínu, þótt notuð sé ein númeraröð (sbr. t. d.: 1. Munn-
myndun, 2. Nefmyndun, 3. Lokun, o.s.frv. (bls. 18—19)). Verra er þó, þegar
skýringarnar eru villandi, eins og þegar gefið er í skyn, að sérhljóðið a sé
myndað í „öng við kokvegg" á hliðstæðan hátt og kokmælt önghljóð, sem
til era i sumuin tungumálum (bls. 20). „Myndunarstaður... lýsir því hvar
í talfærunum eða í holrúmunum málhljóðið er myndað" (bls. 19), og sam-