Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 144
142 ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON SKIRNIR
næppe læses anderledes (c); m kunne evt. læses in, apogr.:
tainsson®.32
Jón Magnússon, bróðir Árna, ritaði bréf þetta upp, og er
uppskrift hans varðveitt í Árnasafni (nr. 4062). Þar hefur Jón
lesið föðurnafn Sveins tainsson, sbr. ummæli Stefáns Karls-
sonar. Jón Pétursson háyfirdómari prentaði fyrstur áðurnefnt
bréf í Tímariti sínu og segir þar um föðurnafn Sveins neðan
máls: »Þetta orð virðist helst vera tamsson (=tomasson?) þó
kynni mega lesa það camsson.«34 í Fornbréfasafni birti Jón Þor-
kelsson bréfið eftir uppskrift Jóns Magnússonar, en ekki eftir
sjálfu frumbréfinu, sem hann segir líklega vera í vörzlum Jóns
Péturssonar. Þar segir Jón Þorkelsson um hið kynlega föður-
nafn: »camsson er líklega liið rétta = kámsson, og hefir faðir
Sveins líklega að auknefni verið kallaðr kámr (sbr. Ólafr kámr
í Sturl.); = cainsson?; = taansson = tannsson?«3S E. H. Lind
tekur upp fyrstnefnda skýringu Jóns Þorkelssonar, segir tainsson
»utan tvivel« vera mislestur fyrir camsson og flokkar með káms-
nöfnum.36 Hér hafa þeir Jón Þorkelsson og Lind ekki gætt að
því, að nauðalitlar líkur eru til þess, að íslenzka orðið kámr
hafi verið stafsett með c í bréfi frá 1391, enda notar ritari bréfs-
ins ekki ella c í íslenzkum orðum, nema hvað hann ritar ck í
stað tvöfalds k, sbr. það, sem fyrr segir um þverrandi c-notkun
á 13. og 14. öld. Hér hefði því þurft að koma til undantekning
frá ritvenju, og veikir það mjög skýringuna. Enn reynist því
káms-nain hér standa veikum fótum.
6
Fyrir æðimörgum árum las ég blaðagrein um fyrsta forseta ísra-
elsríkis og hrökk við, er skírnarnafn hans kom mér kunnuglega
fyrir sjónir: Chaim Weizmann. Hugsaði ég mér þá að grafast
nánar fyrir um þetta nafn, ef tök yrðu á. Fyrst varð fyrir að
athuga, hvað útgefendur Sturlungu og fræðimenn, er fjallað
hafa um íslenzk viðurnefni, hefðu fram að færa til skýringar
á samhljóða viðurnefni Ólafs chaims. í Ijós kom, að þeir hafa
yfirleitt gefizt upp við að skýra nafnið, en hvarflað hefur að
sumum þeirra, að það kynni að vera hebreskt, einkum vegna
líkingar við Biblíunafnið Kain. Eins og fyrr getur, velur Guð-