Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 182
180 MAGNÚS PÉTURSSON SKÍRNIR
unnar má lesa af mótstöðu rafstraumsins, sem kemur fram í
kúrvuformi (rafmagnsraddglufuriti).
Á síðustu árum er æ meira gert að því að nota elektróður í
hljóðfræðirannsóknum og skrá starfsemi ákveðinna vöðva og
tauga. Þessar rannsóknir eru á frumstigi og miklir erfiðleikar
eru oft á túlkun þessara gagna, þótt margt hafi einnig áunnizt.
Þá er einnig mikið gert að því að nota hlustunaraðferðir og
athuga, hve nákvæmt menn skynja ýmsa þætti, t. d. lengd, tíðni,
lengd fráblásturs o. s. frv. Mjög athyglisvert er hve menn skynja
sama fyrirbæri ólíkt, eftir því hvert er móðurmál þeirra.
Allt frá því Wilhelm Konrad Röntgen uppgötvaði árið 1895
röntgengeislana, sem við hann eru kenndir, hafa verið fyrir
hendi möguleikar á að rannsaka myndun málhljóðanna á
grundvelli röntgentækni. Röntgenmyndin gefur tvívíddarmynd
af talfærunum í þverskurðarplani og er því ekki hægt að meta
rúmmál hljómholanna. Hins vegar er hægt að reikna út rúm-
málið með nokkurri nákvæmni út frá þverskurðarplaninu.
Lengst af var vandkvæðum bundið að beita þessari tækni,
því að magn röntgengeislanna, sem nota varð, var mikið og því
aðeins hægt að taka fáeinar myndir af hverjum einstaklingi.
Aðeins var hægt að taka myndir af hljóðstöðum, sem lialdið
var í hálfa sekúndu og því var ekki um að ræða að mynda sam-
fellt tal eða talhreyfingar. Þó voru ýmsar merkar rannsóknir
unnar við þessi erfiðu skilyrði (Navarro Tomás 1916; Hála 1926).
Ástandið gjörbreyttist, er ljósmagnarinn var fundinn upp. Þá
var hægt að minnka magn röntgengeislanna og taka lengri film-
ur. Fyrsta filman, sem skráði talhreyfingar með nokkurri ná-
kvæmni, var filma þeirra Menzerath og Lacerda (1933), sem lá
til grundvallar hinu fræga verki þeirra. Þar töldu þeir sig sýna
fram á, að tal væri samfelld hreyfing og engar hljóðstöður væru
til. Þessi niðurstaða er vafasöm, þótt mikið sé rétt í henni, enda
var filman tæknilega ófullkomin. Tal er að vísu samfelld hreyf-
ing; en allir punktar talfæranna hreyfast ekki jafnt eins og Péla
Simon (1967) sýndi fram á í riti sínu um frönsku samhljóðana,
fyrstu rannsókn heils málkerfis á grundvelli röntgenfilma. Sú
niðurstaða hefur síðar verið staðfest af fleirum.
Nú í dag eru rannsóknir á grundvelli röntgenfilma orðnar