Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 219
SKÍRNIR
RITDÓMAR
217
starfsemi talfæranna og jafnvel vikið að hljóðeðlisfræðilegum atriðum (bls.
50—54). Þetta hefði væntanlega allt skýrst betur, ef bókin hefði gert ein-
hverja grein fyrir hugtakinu „aðgreinandi þáttur" (eða „deiliþáttur"), sem er
grundvallarhugtak í hljóðkerfisfræði og jafnframt tengiliður hljóðfræði og
hljóðkerfisfræði. Það er hins vegar ekkert rætt í bókinni. Þetta dregur veru-
lega úr gildi hennar, því að aðgreinandi þættir hafa ekki aðeins reynst ómet-
anlegt hjálpartæki í fræðilegum málvísindum, heldur einnig í talkennslu t.d.
Ég hef nú gerst nokkuð langorður um almenna galla á bókinni, svo að rétt
er að benda á, að þar er líka ýmsa góða hluti að finna, svo sem góðar
myndir til skýringar á hugtakinu fráblástur (bls. 23—24). Yfirleitt má segja,
að myndefni bókarinnar sé hennar meginkostur, t. d. myndirnar af vara-
stöðu hljóða í þriðja kaflanum.
í kaflanum, sem fjallar sérstaklega um myndun islenskra málhljóða, er
m.a. gerð tilraun til að „leiðrétta ýmsar rangar hugmyndir um hljóðmynd-
un“ (bls. 9). Víkjum fyrst að lokhljóðunum. Venja hefur verið að segja,
að lokhljóðin p, t, k væru fráblásin og hörð í framstöðu, en b, d, g frá-
blásturslaus og lin. Hugtakið jráblástur er tiltölulega auðskýranlegt í hljóð-
fræði, en hins vegar er ekki fyllilega ljóst, hvað átt er við með hugtakinu
harka í þessu sambandi. MP leggur því til, að xsl. lokhljóð verði einungis
flokkuð eftir fráblæstri og eyðir nokkru rúmi i að sýna fram á, að hug-
takið harka sé beinlínis villandi í lýsingu íslenskra lokhljóða. Honum tekst
þó ekki að mínum dómi að kveða það algerlega niður. Meginástæðan er
þessi: Orðin harður og linur virðast fremur höfða til hljóðskynjunar en
hljóðmyndunar, bæði í ísl. hljóðfræðiritum og i almennu máli, þegar rætt
er um framburð. Þess vegna gæti notkun þeirra haft við einhver rök að
styðjast, jafnvel þótt það, sem MP segir um „kröftugri lokun", „lengri lok-
un“ og „meiri loftþrýsting" (bls. 35) væri allt laukrétt. Auk þess rná svo
nefna, að niðurstöður mælinga MP í fyrra og síðara doktorsriti hans (Drl
og Drll) réttlæta naumast eins afdráttarlausar fullyrðingar og fram koma
á bls. 35 í þessari bók. Þannig var d lengra en t, en k (uppgómmælt) lengra
en g hjá öðrum hljóðhafa hans í Drl, en þessu var öfugt farið hjá hinum.
í Drll var lengdin líka nokkuð sitt á hvað, þótt að meðaltali væru b, d, g
örlítið lengri en p, t, k í framstöðu. Milli sérhljóða voru t og k hins vegar
lengri hjá þeim tveim harðmæltu hljóðhöfum, sem nefndir eru til sögunnar
x Drll, en hjá þeim fimm linmæltu. Kannski það sé þess vegna sem MP
talar hikstalaust um harðmœli og linmœli í bók sinni (t. d. bls. 48), eftir að
hafa haldið fram, að harður og linur séu hugtök, „sem enginn veit í raun
og veru hvað tákna" (bls. 35).
Ég er MP þó sammála í því, að gott væri að geta verið án hugtaka eins og
harður og linur í íslenskri hljóðfræði, vegna þess hve erfitt er að festa hendur
á þeim. Því miður veldur tillaga MP þó nokkrum ruglingi, vegnaþessaðhann
gerir hvergi grein fyrir sambandi hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Það er hins
vegar nauðsynlegt til þess að átta sig á mismun staðbundinna framburðar-
einkenna, sem hann víkur nokkuð að. Tökum t. d. orð eins og kempa, henta,