Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 32
30
HELGA KRESS
SKÍRNIR
... it is obvious that the values o£ women differ very often from the values
which have been made by the other sex; naturally, this is so. Yet it is the
masculine values that prevail. Speaking crudely, football and sport are
„important"; the worship o£ fashion, the buying of clothes , trivial." And
these values are inevitably transferred from life to fiction. This is an im-
portant book, the critic assumes, because it deals with war. This is an
insignificant book because it deals with the feelings of women in a drawing-
room.ll
I greininni „Hvordan kvinnelige forfattere og deres verk blir
behandlet i det litterære miljöet“, sem birtist í Vinduet nr. 1,
1976, ræðir Irene Engelstad um stöðu kvenrithöfunda í bók-
menntagagnrýni og bókmenntasögu, og hvernig mismunun
þeirra birtist þar með ýmsum hætti.
Er einkum um fjórar tegundir mismununar að ræða. í fyrsta
lagi er hún ósýnileg, þ.e.a.s. kvenrithöfunda eða verka þeirra er
alls ekki getið.
í öðru lagi er mismununin sýnileg en óbein. Kemur liún eink-
um fram í málnotkun, og er oft ómeðvituð. Gott íslenskt dæmi
er ritdómur Jóhannesar úr Kötlum um Dvergliljur eftir Vilborgu
Dagbjartsdóttur og Undarlegt er að spyrja mennina eftir Nínu
Björk Arnadóttur, sem birtist undir nafninu „Jólaskraf um
tvær skáldkonur“ í Tímariti Máls og menningar 1968. Lýsir
hann skáldkonunum tveimur með háfleygu myndmáli, og með
lýsingarorðum sem vísa til kyns þeirra og hlutverks sem mæðra.
En það er einnig eitt einkenni á meðferð verka eftir kvenrithöf-
unda, að þær eru teknar undir eitt, oft fleiri en tvær í kippu,
og verk þeirra rædd sem verk eftir konur, þ.e.a.s. sem verk eftir
hitt kynið.
í þriðja lagi bendir Irene Engelstad á þá mismunun sem felst
í litilsvirðingu, og beinist oft að viðfangsefninu. Er hér skemmst
að minnast ritdóms Morgunblaðsins um frábæra bók Líneyjar
Jóhannesdóttur, sem birtist 21/12 1976 undir því „lýsandi“
nafni „Drengur, kerling og hæna“. Segir þar meðal annars:
Aðalsöguhetjurnar eru kerling ein í Kópavogi (söguþulur) og drenghnokki
sem eltir kerlingu heim að húsi hennar með þeim árangri að hún býður
honum inn og upp á trakteringar og verða þau upp frá því góðir kunn-
ingjar. Upphafið er hversdagslegt svo ekki sé meira sagt.