Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 35
SKIRNIR
KVENNARANNSÓKNIR í BOKMENNTUM
33
Niðurstaða hennar er sú, að eina mögulega söguefnið, þar
sem kona getur verið aðalpersóna, sé ástarsagan: „How she lost
him, how she got him, how she kept him, how she died for/with
him.“18 Annað söguefni í örri þróun sé konan sem verður geð-
veik.
Joanna Russ sér aðeins tvær leiðir fyrir kvenrithöfunda sem
vilja skapa nýjar og raunsæjar kvenlýsingar, án þess að nota
söguefnin „How She Fell in Love or How She Went Mad“, og
það er 1) ljóðrænt form sem ekki krefst atburðarásar, þar sem
kvenpersónur þurfa ekkert að framkvæma, en aðeins vera til,
finna til og hugsa, og 2) að nota líf kvenna sem uppistöðu, þrátt
fyrir þá lítilsvirðingu sem slík söguefni mæta í bókmennta-
gagnrýninni.
It is a commonplace of criticism that only the male myths are valid or
interesting; a book as fine (and well-structured) as Jane Eyre fails even to
be seen by many critics because it grows out of experiences — events, fanta-
sies, wishes, fears, daydreams, images of self — entirely foreign to their own.
As critics are usually unwilling to believe their lack of understanding to
be their own fault, it becomes the fault of the book. Of the author. Of all
wonren writers.17
Þetta formvandamál kvennabókmennta kallar Pil Dahlerup
kreppu í nýlegum ritdómi um skáldsöguna Pause eftir Jette
Drewsen (í Information 15/10 1976):
Problemet með „Pause“ er, at den ikke er skrevet sá godt som den er
erfaret. .. et sláende eksempel pá kvinderomanens krise: kvindeerfaringene
og kvindebevidstheden presser pá i disse Sr, men de litterære midler til
at udtrykke dem foreligger som regel ikke.
í þessu sambandi er mjög áhugavert að velta fyrir sér formi
Svövu Jakobsdóttur, sem virðist fyrir sitt leyti hafa leyst þann
vanda sem Pil Dahlerup lýsir í ofangreindum ritdómi. En það
gerir liún fyrst og fremst með hárbeittri og írónískri notkun
málsins, misræmi orða og atburða og með óvæntum myndhverf-
ingum. í viðtali við Göteborgs Handels- och Sjöfartstidning
27/11 1971 segir Svava, að hún trúi ekki á raunsæjan skáldskap,
3