Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 67
SKÍRNIR MENNINGARSÖGULEG DÆMI 65
þennan skelfilega dauðdaga. Þeir gera það af frjálsum vilja, þeir
eiga engra kosta völ. Þetta trúaratriði er t.d. í hinum fornu lög-
um Hindúa á Indlandi7 og fullmótað fimm eða sex öldum fyrir
upphaf okkar tímatals og heldur síðan áfram með páfadóm-
inum. Dæmi hins sama höfum við í Sturlungu og Hungurvöku.
„Nú mun kostr baðs“ (þ. e. sálarhreinsunar) sagði Gálmur
Grímsson og gekk ekki út úr Lönguhlíðarbrennu 1197.8 Annað
dæmi er bruninn í Hítardal 1148. Þar brenna inni 82 menn, þar á
meðal Magnús Einarsson biskup;,,.. .. varð biskup eigi fyr varr
við, en honum þótti eigi óhætt út at gánga, og var sem hann
vildi eigi bæði gjöra, at flýja ógn dauðans, er hann sá þá nálg-
ast, en hafa þess áðr beðit jafnan almáttugan guð, at hann
skyldi þat líflát spara honum til handa, er hánum þætti sér í
því laugar píníng“.°
Lýsingin á Skarphéðni dauðum með kross brenndan á brjóst-
ið og annan milli herðanna og fætur brunna upp að knjám,
augun opin og óþrútin, sýnir e.t.v. fyrst og fremst að hann hafi
lilotið hreinsun.
Vísa Móðólfs Ketilssonar, eins brennumanna, að Njálsbrennu
lokinni, er staðfesting textans svo sem ætlunin er:
Stafr lifir einn, þar er inni
unnfúrs viðir brunnu,
synir ollu því snjallir
Sigfúss, Nials húsa.
Nú er, Gollnis sonr, goldinn,
gekk eldr of sjpt rekka,
ljóss brann hyrr í húsum,
Hgskulds bani ins rgskva.
„Einn venslamaður Njáls (Kári) lifir eftir, þar sem menn voru brenndir
inni; því ollu snjallir Sigfússynir —. Nú er, Njáll, goldið víg Höskulds hins
röskva; eldur gekk yfir set; bál brann bjart í húsum".10
2
Og vendum okkar kvæði í kross á nær hálfnuðu þriðja kvenna-
ári.
Þegar þær húsfreyjur á Bergþórshvoli og Hlíðarenda, Berg-
þóra og Hallgerður, taka til við húskarlavígin geta bændur
S