Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 218
216
RITDÓMAR
SKÍRNIR
kvæmt þeirri skilgreiningu er eðlilegt að segja, að kokmælt önghljóð mynd-
ist við kokvegg, þvi að það hljóð eða hávaði, sem þau einkennir, myndast
einmitt þar. Á sama hátt myndast önnur önghljóð t.d. við tennur, tann-
berg eða góm. Á líkan hátt má segja, að lokhljóð myndist þar, sem lokunin
(og sprengingin) verður. Sérhljóð eru hins vegar alls ekki „mynduð" á sama
hátt „undir hágómi“, „á mörkum hágóms og gómfillu", „milli tungurótar
og kokveggjar", o.s.frv. (sbr. bls. 43—44). Hljóðmyndun sérhljóða er allt
annars eðlis. Sérhljóð eru að vísu gjarna flokkuð eftir þvi, hvar bilið milli
tungu og góms eða kokveggjar er minnst, en sá staður er alls ekki mynd-
unarstaður í þeim skilningi, að þar myndist hljóðið. Meginatriðið er það,
að staða tungunnar hefur áhrif á stærð og lögun munnholsins, og hljóm-
blær sérhljóða ræðst af þessum stærðarhlutföllum. Það er þetta, sem fyrstu
tveir formendur sérhljóða endurspegla (sbr. bls. 50—51).
Mikilvægt er að átta sig á því, að hreyfingar einstakra talfæra eru ekki
óháðar hreyfingum annarra. Hreyfingar tungu og neðri kjálka eru t. d.
nátengdar. MP víkur lauslega að þessu (bls. 18), en lýsir þessu tvennu þó
yfirleitt sem tveim óháðum atriðum, þegar hann fjallar um einstök hljóð
(sbr. bls. 40 og 43—44 t.d.). Hér hefði verið gleggra að benda á þetta sam-
band í hverju tilviki, því að það er t.d. ekki tilviljun, að við myndun i,
þar sem tungan er mjög nálægt gómnum, er kjálkaopnan líka lítil, en við
myndun a, þar sem tungan liggur langt frá gómnum og aftarlega í munn-
holinu, er kjálkaopnan mikil. Það þyrfti meiri háttar tunguleikfimismann
til að snúa þessu við. Á sama hátt hefði mátt benda á, að eðlilegt er, að
tungan nemi fremur við gómfilluna, þegar mynduð eru uppgómmælt (góm-
fillumælt) nefhljóð, en þegar samsvarandi lokhljóð eru mynduð, því að við
myndun nefhljóða er gómfillan látin síga niður til þess að opna göng út í
nefholið, en við myndun munnhljóða eins og k og g t.d. er henni lyft upp
til að loka þessum göngum. Þetta má vel sjá á skýringarmyndunum (bls.
65 og 76), en í hljóðlýsingunni er engin grein gerð fyrir þessu samhengi
(bls. 40). í stuttu máli, hljóðlýsingarnar miðast um of við að lýsa því, sem
fyrir augu ber á röntgenmynd eða uppdrætti af stöðu talfæranna, og of
lítið er gert að því að glæða skilning á starfsemi þeirra. Menn gætu því
lært hljóðlýsingamar utanbókar án þess að hafa verulegan skilning á, hvað
um er að vera.
í kaflanum „Andstæða og kerfi“ (bls. 12—13) virðist MP vera að tala um
hljóðkerfisfræði eða fónólógíu. A.m.k. verð ég að skilja hann svo, þegar
hann segir ,„,sama“ hljóð er ólíkt skilgreint í ólíkum málum“ (bls. 13). Hins
vegar er mjög óljóst í allri bókinni, hvernig hann hugsar sér samband hljóð-
fræði og hljóðkerfisfræði. Annars vegar segir hann, að hugtökin andstœöa
og kerfi séu lykilhugtök í nútímahljóðfræði (bls. 13), en hins vegar telur
hann, að hljóðkerfisfræði sé „án tengsla við líffræðileg eða eðlisfræðileg
sjónarmið og fyrirbæri" (bls. 15). Annar meginkafli bókarinnar nefnist svo
„Hljóðkerfi nútímaíslensku". Þar virðist þó ekki fjallað um viðfangsefni
hljóðkerfisfræðinnar samkvæmt þessu, því að þar er einmitt greint frá