Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 141
SKÍRNIR
ÓLAFUR CHAIM
139
á 12. öld, sem [s] (í frönsku). Hins vegar hélzt [k]-framburður
c á undan uppmæltum sérhljóðum. Síðar leiddu þó málbreyt-
ingar til þess, að [kþhljóð kom að nýju fyrir á undan frammælt-
um sérhljóðum í þessum tungum, og gat því orðið nauðsynlegt
að taka fram, hvort c skyldi borið fram [k] eða [ts] ([s]). Þá gripu
menn til þess ráðs að rita ch, og táknaði það, að framburður c
væri öfugur við það, sem ætla mætti eftir stöðu þess. Þannig
var che borið fram [ke] í frönsku og engil-normönnsku fram á
12. öld, og hefur sá framburður haldizt í ítölsku til þessa
dags.20
í elzta ritmáli norrænu var c og k notað til að tákna [kþhljóð.
í Noregi var yfirleitt fylgt þeirri reglu á 12. og 13. öld að rita k
á undan frammæltum sérhljóðum, en ella c, en hér á landi var
þeirri reglu miður fylgt. Á 13. öld kom sá siður upp í Noregi
að rita jafnan k í stað c, og hér á landi varð sama regla ríkjandi
um 1300.21 Um miðja 14. öld er svo komið, að c er örsjaldan
notað nema í samböndunum ck (fyrir tvöfalt li) og ch (fyrir % í
grískum orðum, sbr. hér á eftir) og sem skammstöfun fyrir
hundrað.
Hinn ókunni höfundur fyrstu málfræðiritgerðarinnar, sem
gerði tilraun til að semja íslendingum stafróf um miðja 12. öld,
vildi útrýma k úr íslenzku ritmáli og setja c í staðinn. Hann
gerir svolátandi grein fyrir þessu efni:
Sá stafr, es hér es ritinn c, es látínumenn flestir kalla ce ok hafa fyr tvá
stafi: fyr t ok s, þá es þeir stafa hann við e eða i, þótt þeir stafi hann við a
eða o eða u sem k, sem svá stafa Skotar þann staf við alla raddarstafi í látínu
ok kalla che, hann læt ek ok che heita í óru stafrófi ok stafa ek svá við alla
raddarstafi sem k eða q, en þá tek ek ýr stafrófi báða, ok læt ek þenna einn,
c, fyrir hvárn hinna ok svá fyr sjálfan sik, alls þeir hqfðu áðr allir eitt hljóð
í stqðum eða jartein.22
Hér kemur í ljós, að höfundur kann bæði skil á tvenns konar
c-framburði latínumanna og eins konar c-framburði Skota.
Telur Anne Holtsmark, að með latínumönnum sé hér átt við þá
menn almennt, sem tali og skrifi latínu, en með Skotum við
Kelta á Bretlandseyjum, sem tekið höfðu kristni og lært latínu
á 5. öld, meðan c var enn jafnan borið fram sem [k].23 Jafnframt
kemur í ljós, að höfundi er kunnugt um c/i-stafsetningu [k]-