Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 136
134
ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON
SKÍRNIR
hann vissi, at Óláfr chaim var þar með þrjá tigu manna. Þeir
Svarthöfði hljópu þá þegar á hesta sína ok riðu í brott.« (Þórðar
saga kakala, 11. kap.) Síðla sumars 1244 riðu Þórður kakali
og Sturla Þórðarson í Miðhóp. »Þá sáu þeir, at njósnir gengu
fyrir þá út til Þingeyra, en þar váru menn Kolbeins, Óláfr
chaim ok annarr maðr.« (Þórðar saga kakala, 35. kap.) Árið
1245 segir: »Margt var þá í Skagafirði röskra manna, en þessir
váru mest til ráðastoðar með Brandi: Broddi Þorleifsson, mágr
Kolbeins, Ásbjörn Illugason, Einarr langr, Óláfr chaim, —
hann bjó þá á Miklabæ í Blönduhlíð, — ok fleiri aðrir, er verit
höfðu vinir Kolbeins.« (Þórðar saga kakala, 39. kap.) Frá dauða
Ólafs er það hermt, að á Haugsnessfundi 19. apríl 1246 hafi
»Óláfr chaim« fallið »af Skagfirðingum«. (Þórðar saga kakala,
42. kap.) Loks er nefndur Björn, »sonr Óláfs chaims«, meðal
liðsmanna Gizurar á Flugumýri 22. október 1253, »ok hans vörn
brá Gizurr jafnan við síðan, at hann kvaðst aldri röskvara mann
sét hafa«. Björn er talinn meðal þeirra, sem urðu undir, er skál-
inn féll ofan. (íslendinga saga, 171.—173. kap.)
Um aldur Ólafs verður ekki farið nær af þessum heimildum
en gizka á, að hann hafi verið fæddur fyrir eða um aldamótin
1200 (tekur þátt í bardaga 1238, fellur 1246, sonur hans upp-
kominn fellur 1253). Ættar Ólafs er hvergi getið, og fátt verður
ráðið af nöfnum þeirra feðga: Höskuldur — Ólafur — Björn.
Fátíðast þessara þriggja nafna er Höskuldur og getur þó
engan veginn talizt mjög sjaldgæft. Vestra kemur það fyrir í
Seldælaætt á 12. öld, en nyrðra í Ljósvetningaætt og Fornunga-
ætt.5 Af þeim Höskuldum, sem getið er norðanlands á 12.—13.
öld, virðist vart koma til greina tímans vegna, að annar gæti
verið faðir Ólafs chaims en Höskuldur Fornason. Hans er getið
á Gásum 1192 (Guðmundar saga dýra, 9. kap.), og sonur hans,
Gizur, virðist hafa verið heimamaður Guðmundar dýra á Bakka
í Öxnadal 1198 (Guðmundar saga dýra, 18. kap.).
3
Áður en nánar verður fjallað um viðurnefni Ólafs cliaims, er
nauðsynlegt að kanna geymd og feril þess í handritum Sturl-
unga sögu. Nafnið kemur fyrir í tveimur sögum Sturlungu-