Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 24
22 HELGA K.RESS SKIRNIR
í bókmenntaverkum. En einnig er mikið um greiningu á ákveðn-
um minnum (mótífanalýsum).
í inngangi sínum að greinasafninu Images of Women in Lite-
raturg (1975) flokkar Mary Ann Ferguson kvengerðir bókmennt-
anna niður í þrjá meginflokka sem birtast í ýmsum tilbrigðum.
Þessar grundvallarkvengerðir eru skassið, skœkjan og gyðjan.
Einkennandi er, að viðhorfið til þeirra markast af tvíræðni, og
má því oft greina fleiri en eina kvengerð í sömu persónunni.
Gott dæmi um kvenlýsingu úr íslenskum bókmenntum, sem
rúmar allar kvengerðirnar þrjár, er Hallgerður langbrók í Njálu.
Hún er falleg, kynæsandi og grimm, og í víxlverkan þessa skapar
hún karlmönnum örlög.
Mary Ann Ferguson bendir á, hvernig sjálft kvenhlutverkið
styður þessar kvengerðir bókmenntanna. Á konur hefur alltaf
verið litið sem mæður, eiginkonur eða ástkonur. Þær eru fyrst
og fremst kynverur, og rígbundnar í hlutverkum sem einungis
er mögulegt að gegna í afstöðu við karlmenn. Það er þess vegna
sérstaklega athyglisvert, að tvær ákveðnar kvengerðir skera sig
úr hvað varðar tvíræð viðhorf. En bæði menntakonunni og
piparmeynni er lýst á einhæfan og neikvæðan hátt. Þær eru
óaðlaðandi og oftast hlægilegar.
Niðurstaða Mary Ann Ferguson er þessi:5
De roller vi hittills namnt — moderns, hustruns, álskarinnans och sexobjektets
— har oftare behandlats litterart án andra áven om kvinnor som döttrar,
systrar, mormödrar och tanter ofta förekommer pá scenen och i böckema.
En granskning av dessa roller skulle visa en lika stor ambivalens som kvin-
nans „huvudsakliga" roller (de som mer uttryckeligt har med könet att göra).
Ándá ár det sá att mánga kvinnor varken varit hustrur, mödrar eller sex-
objekt. Mánga har förblivit ensamma. Till skillnad frán de andra stereo-
typerna har bilden av den ensamma kvinnan inte varit det minsta ambi-
valent. Med mycket fá undantag har den gamla nuckan — den ogifta
kvinnan över giftasáldern pá lát oss sága 30 — antingen ömkats eller för-
löjligats i litteraturen... en ensam kvinna som stannar kvar ute i sam-
hállet framstálls som underlig, pryd, ytterst konventionell, oerhört ny-
fiken och grálsjuk. Hon har sállan huvudrollen. Normalt förekommer hon
i nágon underordnad roll som avspeglar hennes marginella position i sam-
hállet.