Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 178
176
MAGNÚS PÉTURSSON
SKÍRNIR
hans eigin. En hér er víðsýni æðsta dyggð. Þegar slíkt hnútu-
kast hendir meðal vísindamanna, er engin furða, þótt almenn-
ingur geti lítt áttað sig á, hvað hljóðfræði er og hver eru henn-
ar viðfangsefni og verkefni.
Hljóðfræðin er sögulega séð upprunnin meðal málvísindanna,
en staða hennar á mörkum margra vísindagreina gerir stöðu
hennar innan málvísindanna fljótlega óljósa. Þegar náttúruvís-
indin og aðrar raungreinar taka fjörkipp seinast á 18. og á 19.
öld, er farið að innleiða rannsóknaraðferðir þessara greina í
hljóðfræðina. Þá verður til ný grein hljóðfræði, tækjahljóð-
fræðin (plionétique expérimentale), sem stefndi að því að finna
áreiðanlegri aðferðir en hið mannlega eyra til rannsóknar á
málhljóðunum. Stofnandi þessarar nýju greinar var Wolfgang
von Kempelen (1791) (Köster 1973), en þessi nýja stefna fékk
fyrst traustan grundvöll með hinu mikla verki Rousselot ábóta
(1897—1908). Fjöldi þekktra hljóðfræðinga, m. a. Paul Passy,
Henry Sweet, Otto Jespersen og Alþjóðasamband hljóðfræði-
inga, sem stofnað var 1886, var þessari stefnu þó andvígt, því
að hin nýja stefna virtist oft ósamrýmanleg menntun og skoð-
unum hljóðfræðinga, sem vanir voru allt öðrum vinnuaðferð-
um. Ofan á þetta bættist svo, að hin nýja stefna fór fljótlega
að draga í efa ýmis grundvallarhugtök málvísindanna svo sem
hugtökin málhljóð, atkvæði, samhljóði, sérhljóði o. fl. Hjá mörg-
um hljóðfræðingum hinnar nýju stefnu varð tala málhljóðanna
svo tugþúsundum skipti og fjöldi bóka og ritgerða, sem skrif-
aður var, var að innihaldi mest óendanlegar talnaraðir þar sem
oft sást ekki neitt beint samband við málleg fyrirbæri. Málvís-
indamönnum stóð stuggur af þessari þróun og hina nýju stefnu
skildu þeir ekki. Deilur risu t. d. milli Rousselot og Jespersen
af þessu tilefni (Rousselot 1911) og raddir urðu háværar um
að skilja að hljóðfræði og fónólógíu, vísindagrein, sem fjalla
skyldi um mállega aðgreinandi hljóð (Trubetzkoy 1962, bls.
5-17; 1968).
Þetta leiðir hugann að verkefnasviði hljóðfræðinnar, en það
er myndun, flutningur og skynjun hljóðbylgja, þ. e. líffræðileg
og eðlisfræðileg skilyrði tals og heyrnar, svo og sálfræðileg og
þjóðfélagsleg viðhorf samskipta á grundvelli talaðs máls. Innan