Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 17
8KIRNIR GRISKAR FORNMENN'iIR A ÍSLANDI 15
hvoru tveggja. Það er því ekki nein tilviljun, að hann ’valdi sér
einkum Pindar til þýðingar og vildi jafnvel að hann yrði skóli
yngri skáldum á þeim tíma, eins og kemur fram í þessum orðum:
íslenzkað ég aðeins hefi Pindar
yngri skáldunum til fyrirmyndar.
Grímur hefur einnig þýtt úr grísku brot úr Hómerskviðum
og úr ýmsum leikritum, smákvæði eftir Saffó, Anekreon og
fleiri, og auk þess er til í handriti þýðing eftir Grím á riti sem
ranglega er eignað Aristótelesi, en það er Málspekin (hin
skemmri).
En sá íslendingur sem dyggilegast hefur fetað í fótspor Svein-
bjarnar Egilssonar jafnt sem skáld, þýðandi og skólamaður, er
að sjálfsögðu Steingrímur Thorsteinsson. Frumortur skáldskap-
ur hans ber merki hins sanna fornmenntamanns, hið forngríska
epígram lifir í ferskeytlum hans, en náttúruljóð hans eru í anda
grískra hjarðljóða. Af þýðingum hans hafa birzt á prenti Dæmi-
sögur Esóps, sem Freysteinn Gunnarsson hefur aukið við, og
Samdrykkjan eftir Platon, sem kom út árið 1959, og auk þess
tvö önnur samtöl Platons, Varnarræðan og Kríton, ásamt broti
úr Faidoni, sem Sigurður Nordal hefur endurskoðað og kom
fyrst út árið 1926 en síðan 1973. í þeirri útgáfu var Faidon
þýddur til enda af Þorsteini Gylfasyni. Aðrar þýðingar Stein-
gríms liggja óprentaðar, svo sem þýðing í óbundnu máli á
Promeþeifi bundnum eftir Aiskhýlos og nokkrum samtölum
eftir Lúkíanos. í skólastarfi sínu hélt Steingrímur áfram á sömu
braut og Sveinbjörn með því að lesa þýðingar fyrir nemendum
og eru ofannefndar þýðingar að miklu leyti ávöxtur þess.
En í rektorstíð Steingríms, 1905, verða þær breytingar á skipu-
lagi lærða skólans í Reykjavík, að gríska er lögð niður með öllu
og latínukennsla skorin niður að mun. Um þessar breytingar,
sem voru að sjálfsögðu afdrifaríkar fyrir íslenzkt menntalíf,
segir Steingrímur í bréfi til Sigfúsar Blöndal árið 1912:
Gríski fornaldarheimurinn er alltaf að verða meir og meir terra incognita,
og er bágt til þess að vita, að menn skuli hafa verið svo blindaðir hér á
landi, að það væri framför, það væri að fylgja tímanum að uppræta fom-