Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 174
172
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
um (Helga, Þorkatli): „Helgi var mikill maður vexti og vænn
og sterkur, gleðimaður og hávaðasamur. Hann vildi ekki um
búnað hugsa.“ „Þorkell var maður mikill og fríður sýnum,
rammur að afli og skrautmenni hið mesta ... (Hann) var skarts-
maður mikill og ofláti og vann ekki fyrir búi þeirra bræðra, en
Gísli vann nótt með degi.“
Ýmis önnur atriði í Gísla sögu, þótt smávægileg séu, kunna
að vera bergmál frá Droplaugarsona sögu. Hér má til að mynda
bera saman orðaskiptin eftir að Auður hefur barið Eyjólf gráa
við frásögnina af því er förunautur Helga Droplaugarsonar laust
Þórdísi gömlu snjókekki. Þá mælti Helgi: „Það er heimslegt að
berja til kvenna, og er [án] ills gengis, nema heiman hafi.“ En
í Gisla sögu, þegar Hávarður, förunautur Eyjólfs, heitir á aðra
menn hans að láta Eyjólf ekki ná að drepa Auði, verður Eyjólfi
að orði: „Satt er hið fornkveðna: án er ills gengis, nema heiman
hafi.“ í báðum sögunum nýtur útlagi (Grímur, Gísli) mestrar
hjálpar af manni, sem heitir Ingjaldur, og dvelst í jarðhúsi hjá
honum. í báðum sögunum er óvinsælum manni (Þorkatli, Eyj-
ólfi gráa) gefið fé til að komast eftir hvar útlaginn sé niður
kominn, og sendir hann njósnara eða fer sjálfur að njósna um
verustaðinn. Draumar þeirra Gríms og Gísla eru sambcerilegir
að öllu leyti. í Droplaugarsona sögu dreymir Helga fyrir fund-
inn við Eyrargilsá, en í Gisla sögu dreymir söguhetjuna fyrir
víg Vésteins:
S
Gísli lætur illa í svefni tvær nætur í samt. Hann vill eigi segja hvað hann
dreymdi og síðan fara menn í rekkjur hið þriðja kveld.Draum dreymdi
mig í nótt,“ segir Gísli, „og svo hina fyrri nótt... í nótt dreymdi mig að
vargur rynni af hinum sama bæ ...“
Droplaugarsona saga
Helgi lét illa í svefni, og var hann þrem sinnum vaktur á þeirri nótt. Þor-
kell spyr hvað hann dreymdi. Helgi segir: „Eigi mun ég segja.“ ... „Mér
þótti," kvað Helgi, „sem vér færum þessa leið ... þá runnu átján vargar
móti oss eða tuttugu ...“
í báðum sögunum er draumurinn sagður manni sem heitir
Þorkell, og er það ekki alls kostar marklaust að nafn og hlutverk
fara stundum saman.