Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 212
210
RITDÓMAR
SKIRNIR
hafi verið vinsæll höfundur. Staða Kristmanns Guðmundssonar á þessu tíma-
bili norskrar bókmenntasögu er frá mörgum sjónarhornum mjög athyglis-
verð, ekki síst frá því þjóðfélagslega. T. a. m. mætti spyrja hvað það sé x
verkum hans sem hafi sérstaklega höfðað til norskra lesenda, x hvaða jarð-
veg þau hafi helst fallið og hvaða bókmenntalegar og þjóðfélagslegar for-
sendur liggi þar að baki. Það virðist ekki vera þakklátt starf í lengd að vera
rithöfundur í útlöndum og semja verk sín á erlendu máli, og deilir Krist-
mann þar örlögum með öðrum íslenskum höfundum sem þess freistuðu.
Helga Kress
OLE WIDDINC, HARALDUR MAGNÚSSON,
PREBEN MEULEN GRACHT SÖRENSEN:
ÍSLENZK-DÖNSK ORÐABÓK
Isafoldarprentsmiðja 1976
Orðabækur Isafoldar eru mikilsháttar framlag til eflingar tungumálanámi
og málakunnáttu á íslandi. Svo tímafrekt er og kostnaðarsamt að semja og
gefa út orðabækur að undravert má heita að hér á landi skuli vera til þó
nokkrar allstórar bækur og fást á viðráðanlegu verði fyrir svo fámennan
kaupendahóp sem hér er til að dreifa.
I fyrra kom út ný íslensk-dönsk orðabók. Þess er getið í formála að vinna
að bókinni hafi hafist árið 1953, og veitir það vísbendingu um hversu tíma-
frek slík verk geta reynst, sé vel að þeim staðið. Bókin er 948 bls. að stærð,
viðlíka stór og Dansk-íslenska orðabókin, en meir en helmingi stærri en
fyrirrennari hennar, orðabók Agústs Sigurðssonar.
Að upplagi er bókin handorðabók, efni hennar íslensk orð með tilsvar-
andi dönskum orðum, en engin dæmi eru tekin um notkun orðaforðans
eins og gerist í „stórum" orðabókum, svo sem orðabók Sigfúsar Blöndals,
þar sem bæði eru birt dæmi um notkun orðanna og upplýsingar veittar um
útbreiðslu og stilblæ orða. Islensk-danska orðabókin er óvenju stór af hand-
orðabók að vera enda er orðaforði hennar afar mikill, einkum samsettra
orða. Um handorðabók verður manni fyrst að spyrja: handa hverjum á
bókin að vera? Þar sem bókin kemur út hér á landi er hún væntanlega
einkum ætluð íslendingum. Hins vegar er formáli hennar eingöngu birtur
á dönsku, og fleira bendir til þess að reynt sé að semja bókina að þörfum
erlendra lesenda. Þannig eru með ósamsettum orðum bendingar um beyg-
ingu þeirra og víða eru afbrigðilegar beygingarmyndir orða teknar upp
með tilvísun til uppflettiorðsins. Með þessum hætti er reynt að koma til
móts við skandinavíska notendur og leysir bókin þannig af hólmi Islenzk-
sænska orðabók þeirra Gunnar Leijströms, Jóns Magnússonar og Sven B.F.
Janssons sem er miklu minna verk. En ekki hefði það kostað mikla fyrirhöfn
að birta í þessari bók, eins og þar er gert, lista um íslensk mannanöfn ásamt
tilsvarandi gælunöfnum.