Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 15
SKÍRNIR GRÍSKAR FORNMENNTIR Á ÍSLANDI 13
„listanám“ og annarri slíkri „ónytju“ og telur slíkt geta orðið
til þess að „sjálfselskan“ verði „of sterk“. Og mesta skáld og
þýðandi aldarinnar, Jón Þorláksson á Bægisá, þýðir nær ein-
göngu verk sem mega teljast uppbyggileg eða beinlínis upp-
fræðandi, svo sem Messías, Paradísarmissi og Tilraun um mann-
inn. Barn 18. aldar er einnig hinn mikli eljumaður, Jón Espólín,
og eftir hann liggja nokkrar þýðingar grískra verka úr latínu.
Árið 1858 komu út á prenti þrjár ævisögur í þýðingu Jóns,
þeirra Sólons, Platons og Scipiós, og þær eignaðar Grikkjanum
Plútark. Sú feðrun er þó í meira lagi villandi, því einungis þá
fyrstu má telja útdrátt úr samnefndri ævisögu Plútarks, en hinar
eru eftir aðra höfunda, því Plútark skrifaði aldrei neina Platons-
sögu og hefði aldrei vitnað í Ritninguna eða Ágústínus eins og
þar er gert. Saga Scipiós eftir Plútark týndist hinsvegar snemma
og hefur aldrei komið fyrir augu Jóns Espólíns né annarra seinni
tíma manna.
En á 18. öld verður einnig vart tilhneiginga sem ganga í öf-
uga átt við ofangreindar stefnur, en leita á vit hins náttúrlega,
upprunalega og þjóðlega, og ná þær vissu hámarki í rómantísku
stefnunni í kringum aldamótin 1800. í öðrum löndum verða
slíkar hreyfingar meðal annars til að dýpka skilning manna á
grískri menningu, þar sem klafa skynsemisdýrkunar og nytja-
hyggju er varpað, en hið náttúrlega og upprunalega látið skipa
hærri sess. Menn taka nú til við Hómer af nýjum krafti, en
áður hafði hann oft verið settur skör lægra en Virgill. Hér á
landi hafa þær þau áhrif að glæða bókmenntirnar nýju lífi og
vekja tilfinningu fyrir íslenzku máli, sem kemur meðal annars
fram í stofnun Hins íslenzka bókmenntafélags árið 1816. Jafn-
framt er á þessum tíma, eftir að Bessastaðaskóli er stoínaður,
árið 1804, grískum menntum gert hærra undir höfði en nokkru
sinni áður, og allt þetta ber ríkulegan ávöxt í Hómersþýðingum
Sveinbjarnar Egilssonar, þar sem íslenzkt og grískt sameinast á
einstakan hátt, hin stórbrotna skáldsýn Hómers verður ramm-
efld og fersk í búningi hinnar norrænu tungu, og íslenzk tunga
nasr meiri tærleik og tign en nokkurn tíma áður frá því á tímum
íslendingasagna.
Rétt er að minnast þess að bæði Hómersþýðingar og aðrar