Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 181
skÍrnir hljóðfræði: vísindagrein í ÞRÓUN 179
vinnur þannig, að setning eða orð, 2,4 sek. að lengd, eru töluð
inn á segulskífu. Hið skráða hljóð er síðan látið renna í gegnum
röð af síum, sem greina hljóðið á tíðnisviðinu frá 85—8000 Hz.
Tvær gerðir sía eru í tækinu: síur, sem hleypa í gegn 300 Hz
hver og síur, sem hleypa í gegn 45 Hz. Hljóðið er síðan brennt
með rafstraumi á sérstakan pappír, sem vafinn er um járnsí-
valning. Ef breiðu síurnar eru notaðar, koma breiðar svartar rák-
ir á pappírinn. Þessar rákir nefnast formendur og einkenna sér-
hljóð, nefhljóð og hliðarhljóð. Fyrir hljóð eins og t. d. s kemur
óreglulegur hávaði á vissu tíðnisviði. Séu þrengri síurnar notað-
ar, koma hins vegar fram yfirtónar málhljóðanna, en formend-
urnir verða óskýrari. Þessar myndir hljóðrófsritarans nefnast
hljóðróf og túlkun þeirra er enn í dag miklum vandkvæðum
bundin.
Hægt er að fara öfuga leið, þ. e. teikna formendur og breyta
þeim í hljóð (Delattre et al. 1955). Slíkt nefnist gervihljóðróf
og getur verið nauðsynlegt, ef finna þarf, hverja þýðingu eitt-
hvert ákveðið atriði hefur fyrir skýringu og skynjun ákveðins
fyrirbæris. Þannig var farið að, er hlutverk formendasveiging-
anna við skynjun ákveðinna samhljóða var athugað. Þessi kenn-
ing er þekkt sem locus-kenningin (Delattre et al. 1955) og segir
í stuttu máli, að í grennd við ákveðinn samhljóða sveigist form-
endur allra sérhljóða að ákveðnum punkti, sem svari til mynd-
unarstaðar samhljóðans. Fyrir varahljóð (p, b) er þessi punktur
við 720 Hz, fyrir tannbergshljóð (t, d) við 1800 Hz og fyrir góm-
filluhljóð (k, g) er hann við 3000 Hz.
Til mælingar loftþrýstings og loftnotkunar eru notaðir loft-
þrýstings- og straummælar. Til þess að athuga starfsemi radd-
bandanna eru notaðir raddglufuritar. Þeir eru einkum tvenns
konar. Ljósgeislaraddglufuritinn vinnur þannig að sterkum ljós-
geisla með köldu ljósi er beint á milli hringbrjósks og skjald-
brjósks. Ofan raddglufunnar er fótósella, sem skráir ljósmagnið,
sem flýtur í gegnum raddglufuna, er hún opnast. Ljósmagnið
er því meira sem raddglufan er opnari og þetta ljósmagn er
skráð sem mismunandi mikill útsláttur á kúrvu. Önnur aðferð
er sú að hafa elektróður beggja vegna raddglufunnar. Veikur
rafstraumur er leiddur gegnum raddglufuna og opnu gluf-