Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 156
154
ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON
SKÍRNIR
liðveízlu þeirrar, sem hann veitti Guðmundi biskupi góða Ara-
syni í deilum hans við höfðingja. Um för þeirra Arons segir
í Arons sögu: »Tókst þeim vel ferðin, en þó var hon háskasam-
lig sakir ófriðar ok margra hluta annarra. Urðu þeir saman
sextán um hríð. Kom þá sótt í lið þeira, ok létust sumir. En
þeir, [er] eftir lifðu, léttu eigi, fyrr en þeir kómu til Jórsala, ok
könnuðu þá staði, sem þeir vildu. Sneru síðan aftr á leið, ok er
eigi getit, at til tíðinda yrði í þeira ferð. Komst Aron aftr til
Nóregs ok þeir Eyjólfr.«103
Þeir Aron virðast hafa farið suður vorið eða sumarið 1227, en
ekki verður séð, hvort heldur þeir hafa farið með flota þeim,
sem sigldi þá um vorið vestur fyrir Spán og fyrr getur, eða þeir
hafa haldið landveg suður. En frásögnin af sótt í liði þeirra
gæti komið heim við það, að sumarið 1227 kom upp malaríufar-
aldur í liði því, sem Friðrik II dró þá saman í Apúlíu á Suður-
Ítalíu.104 Þar sem þess er getið, að ferð þeirra Arons hafi orðið
»háskasamlig sakir ófriðar ok margra hluta annarra*, verður
að ætla, að þeir hafi lent í krossfararstyrjöld Friðriks keisara
1228—29.105 Hins vegar er þess ekki getið, að Aron hafi tekið
krossinn og gerzt eiginlegur krossfari, en í lok Arons sögu er
hann kallaður pílagrímur Krists, fyrir það er hann heimsótti
gröf hans og marga aðra heilaga staði.106
Suðurgöngusaga Arons Hjörleifssonar og félaga hans er lær-
dómsrík í sambandi við hugsanlega suðurför Ólafs chaims, þar
sem Aron var landi hans og samtíðarmaður (d. 1255, níu árum
síðar en Ólafur), auk þess leikmaður, eins og Ólafur chaim
virðist hafa verið, og dvaldist um hríð í heimahéraði Ólafs,
Skagafirði, með Guðmundi biskupi góða og hefur orðið fyrir
trúarlegum áhrifum frá hinum kunna heittrúaða flökkubiskupi.
Eftir þennan tíma tók mjög að fjara út áhugi Norðurálfu-
manna á krossferðum, og varð t. d. aldrei af þátttöku þeirra
Skúla jarls og Hákonar gamla í krossferð, þótt báðir létu þeir
krossast til Jórsalaferðar.107
En auk þess sem Íberíuskagi var viðkomustaður norrænna
krossfara á leið þeirra til Landsins helga á 12. og 13. öld, lagði
annar ósmár hópur norrænna manna leið sína til Spánar á þeim
tíma. Það voru suðurgöngumenn þeir, er áttu það sérstaka