Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 169
SKÍRNIR
SOGUR BORNAR SAMAN
167
Eins og kaflarnir bera glögglega með sér, þá sýna báðar gerðir
Gísla sögu áhrif frá Droplaugarsona sögu, og þó hefur hvor gerð-
in tilteknar orðalagslíkingar og efnisatriði sem svipar til fyrir-
myndar, þótt frábrugðið sé í hinni gerðinni. Styður þetta þá
niðurstöðu þeirra Jónasar Kristjánssonar og Guðna Kolbeins-
sonar að öll varðveitt handrit Gisla sögu séu runnin frá einni
og sömu frumgerð, enda geymi bæði M og S upphaflega leshætti.
Af einstökum atriðum í köflunum hér að framan má minna á
orðtökin hnýta saman, mannhús og lokhvílu, þar sem M og
Droplaugarsona saga fara saman, og hins vegar lýsinguna á bún-
aði veganda sem hefur (enga) skó á fótum samkvæmt Droplaugar-
sona sögu og S, þótt skóa sé að engu getið í M. Sú spurning
hlýtur að hvarfla að mönnum hvort tilhlýðilegt sé að beita skyld-
leika við Droplaugarsona sögu í því skyni að komast að raun um
frumtexta Gisla sögu, en út í þá sálma verður ekki farið hér.
Kaflinn úr Droplaugarsona sögu minnir okkur á tvö atriði í
Gisla sögu, sem bent gætu til rittengsla. Báðir vegendur gera
sér jarðhús, og ummælin í M um neytingarvatnið gætu verið
bergmál frá annarri lýsingu í Droplaugarsona sögu, þar sem
jarðhússvist Gríms spillir neytingarvatni í læk.
Nú skal vikið að öðrum þáttum Gisla sögu, sem kunna að
vera runnir frá hugmyndum í Droplaugarsona sögu. í báðum
sögum er fjallað um konur sem gera sér menn sína ekki einhlíta.
Þó vakir ekki fyrir mér að ræða um mál Ásgerðar, konu Þorkels,
sem á vingott við Véstein, heldur mun ég gera samanburð á
kvennamálum þeirra Kolbeins (Bárðar) í Gísla sögu og Bjarnar
á Snotrunesi í Droplaugarsona sögu. Báðir sækjast þeir eftir
konu, sem heitir Þórdís, en þó er sá munur á að önnur er ógefin
í heimahúsum en hin eiginkona aldraðs bónda; báðir lenda í
harðri andstöðu við verndara konunnar og falla þó að lokum
fyrir öðrum manni, sem tekur að sér að hefna svívirðingarinnar.
Frásögnin í styttri gerð Gisla sögu er með allt öðrum svip en í
lengri gerðinni og hljóðar hún á þessa lund:
Það töluðu sumir menn að Bárður fífldi Þórdísi Þorbjarnardóttur. Hún
var bæði væn og vitur. Þorbirni hugnaði það illa og kveðst ætla ef Ari væri
heima að þá mundi eigi vel gefast. Bárður kvað ómæt ómaga orð, „og mun
ég fara sem áður.“ Með þeim Þorkatli var vingott, og var hann í bragði