Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 12
10 KRISTJÁN ÁRNASON SKIRNIR
efni, má nefna Alexanderssögu, en efni hennar er, þótt hún sé
eftir meistara Galterus hinn franska, fengið frá Rómverjanum
Curtiusi Rufusi og upphaflega byggt á grískum frásögnum. Og
Alexanderssaga hefur sér ekki einungis það til ágætis að fræða
okkur um það, að bæði Hómer og Aristóteles hafi verið góðir
klerkar, heldur hefur nýlega verið bent á þau áhrif sem hún
kann að hafa haft á íslendingasögur eins og Njálu í stíl og lífs-
skoðun.2
Sú breyting sem endurreisnarhreyfingin boðar felst einkum í
nýjum lífsviðhorfum og mati á stöðu mannsins í heiminum, sem
verður grundvöllur fornmennta á víðara sviði en á miðöldum.
Ekki svo að skilja að liin forngríska lífsskoðun hafi verið endur-
vakin, því heimspekilega séð er endurreisnin miklu fremur upp-
reisn gegn valdi þeirra grísku hugsuða er mótuðu miðaldir. Sú
mannhyggja sem verður allsráðandi er einmitt í beinni and-
stöðu við heimshyggju eða kosmoshyggju Forn-Grikkja og er
fremur biblíuættar, samanber: „Uppfyllið jörðina og gerið hana
yður undirgefna, og drottnið yfir fiskum sjávarins." Viðkvæðið
í fornöld er miklu fremur það sem stendur í Ulonskviðu: „Ekk-
ert er aumara en maðurinn af öllu því er anda dregur", og
boðorðið „þekktu sjálfan þig“ er ekki hvatning til að einblína
á sjálfan sig sem eitthvað sérstakt, heldur sem smáheim eða
míkrókosmos er endurspeglar alheiminn eða makrókosmos.
En fornmenntastefna nýaldar á sér einmitt grundvöll í þess-
ari sjálfsdýrkun mannsins. Því verk þau sem Grikkir létu eftir
sig í fornöld eru einmitt varanleg merki þess, hverju manns-
andinn hefur fengið áorkað, og vekja aðdáun sem slík, en eru
jafnframt hvatning til að halda áfram á sömu braut og uppskera
aðdáun eftirkomenda. Mannkynssagan er nú ekki lengur fyrir-
fram mörkuð rás milli syndafalls og dómsdags heldur sá vett-
vangur sem mannlegum hæfileikum er markaður til að njóta
sín á, og nú má skoða fornöldina út frá öðru sjónarmiði en fyrr
og líta á verkin verkanna vegna, án tillits til notagildis þeirra í
þágu málsstaðar, megináherzlan er nú lögð á skáldverk, sem
náttúrlega verður að lesa á frummálinu.
Til íslands berst þessi hreyfing miklu síðar en til annarra
landa enda skortir hér forsendur fyrir henni, jafnt þann mennta-