Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 128
126
EYSTEINN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
Síðar nefndi skilningurinn styðst fyrst og fremst við nokkrar
viðbætur, sem Gísli jók við kvæðið frá Norðurfaragerðinni,
þegar hann bjó það til prentunar í ljóðabók sinni. Hann getur
þess í formála sínum að kvæðinu, að hann hafi „lengi fundið,
að við-bætis dálítils þurfti með í upphafi og niðrlagi" þess og
þessa viðauka hefur hann fellt inn í það í ljóðabókinni. Áður
en að þeim er vikið, er rétt að taka hér upp stuttan kafla úr
formálanum, í beinu framhaldi af þeim, sem tekinn var upp
hér að framan, en þar skýrir hann tilgang sinn með kvæðinu:
... „Faraklr" er þó ei nein eptirstæling af nokkuru einstöku kvæði eftir
Byron, sem hann sjálfr og ber bezt með sér. Hann átti ei sem „The Giour“ t.
a. m. að vera neinn „hásöngr ástarinnar", og mætti heldr, ef til vill, segja hið
gagnstæða þar um; því tilgangrinn var miklu fremr mest að lýsa ungum
manni, er að vísu hefði tekið nógan, ef til vill, of mikinn þátt í heimslífinu
í kringum sig, en sem „gneistinn" þó aldrei hefði alveg slokknað hjá, og
sem frelsisást á endanum hefði knúð til að ganga í lið með útlendum upp-
reisnarmönnum, sem allt þá var í undirbúningi í Norðrálfunni 1847. I bar-
daganum fær Faraldr banasár og telr síðan harma sína á vígvelli áðr enn
hann deyr, líkt því, að þrekvirkjunum undan teknum, sem sagt er um
Úlf hinn úarga, hersi ágætan og skáld í Noregi (í Hrafnistu) forðum: „hann
orti drápu á einni nótt og sagði frá þrekvirkjum sínum, hann var dauðr
fyrir dag.“ .. .9
Með hliðsjón af þeirri endursögn af efni kvæðisins, sem stend-
ur hér fyrir framan, er ljóst, að þessi ummæli Gísla hljóta að
koma nokkuð spanskt fyrir sjónir. Norðurfaragerðin gefur ekki
tilefni til þess að telja Farald neinn sérstakan baráttumann fyrir
frelsishugsjónum, og því síður að hann hafi verið liðsmaður
uppreisnarmanna og særzt til ólífis í bardaga með þeim. En
þetta skýrist, þegar upphaf kvæðisins er skoðað með þeim við-
bótum, sem Gísli gerir. í Norðurfara er upphaf kvæðisins
þannig:
Þars um bleikan bala
brunar elfur hrein,
sat í blænum svala
seint á arastein
Faraldur með fölva brá,
lengi á iðu starði straums,
er stefndi að ægi blá.