Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 115
SKÍRNIR
BANDAMANNA SAGA
113
grundvallaratriðum svipuð allt frá 10. öld fram á 15. öld, kunnu
áheyrendur mætavel að meta ádeiluna. Þannig skýrast vinsældir
þessarar sögu. Höfundar íslendingasagna fegruðu ekki ávallt
fortíðina, og allra síst lröfundur Bandamanna sögu. Þó að segja
megi að þeir hafi upphaflega unnið úr margþættum efnivið
eigin samtíðar, þá eru sögur þeirra ekki nákvæm endurspeglun
liennar, heldur miklu fremur raunsæ ummyndun hennar.
Hvorki landnámsmenn né afkomendur þeirra á síðari öldum
voru frjálsir menn í þeim skilningi sem við leggjum nú í þau
orð. Aðeins auður og völd gat veitt þeim andlegt og efnahags-
legt frelsi. Af Bandamanna sögu má sjá að bæði höfundi og
áheyrendum hans á síðari öldum hafi verið þetta ljóst.
l Elis Saga ok Rosamundu, hrsg. v. Eugen Kölbing (Heilbronn 1881, ljóspr.
Niederwalluf bei Wiesbaden 1971), 3; „raustan ridderaskap“, algeng
stuðlun í norskura riddarasögum. Um upphöf riddarakvæða og ávörp
höfunda, sjá t.d. H.J. Chaytor, From Script to PrintZ (London 1966), 11.
- Um samband gerðanna tveggja hefur mikið verið skrifað. Eru skoðanir
fræðimanna raktar í doktorsriti Hallvards Magerpys, Studiar í Banda-
manna saga, Bibliotheca Arnamagneeana XVIII (Kpbenhavn 1957), 19-22.
3 Magerpy telur JS 6 fragm. annaðhvort vera systurhandrit M eða frá
þvi runnið sbr. tilv. rit, 19.
i Um aldur Möðruvallabókar sjá Jón Helgason, Gauks saga Trandilssonar
í Heidersskrift til Gustav Indreb0 (Bergen 1939), endurprentuð i Rit-
gerðakorn og rceðustúfar (Reykjavík 1959), 104. Sjá einnig Stefán Karls-
son, Sagas of the Icelandic Bishops, EIM (Early Icelandic Manuscripts in
Facsimile, Copenhagen 1967) VII, 28 og þar tilv. rit.
5 Sbr. Jón Helgason, Manuscripta Islandica (Copenhagen 1955) II, xii.
o Á bókinni eru auk Bandamanna sögu Norna-Gests þáttur, Orms þáttur
Stórólfssonar, Rauðúlfs þáttur, Hálfs saga og Hálfsrekka, Göngu-Hrólfs
saga, Yngvars saga víðförla, Eiríks saga víðförla og Heiðreks saga.
I Nafnið Hauksbók er nú hait um handritin AM 371 4to, AM 544 4to og
AM 675 4to. Hönd Hauks eða skrifara hans er á AM 371 4to og AM 544
4to að frátöldum þremur fremstu kverunum. Um þátt Hauks sjálfs í
ritun þessarar bókar farast Jóni Helgasyni svo orð m.a.: „Öll eru þessi
blöð með rithendi sem einnig er til á bréfum sem Haukur lét gera í
Noregi, og hafa menn fyrir satt að Haukur hafi sjálfur skrifað. Líkast
til er þetta rétt þó að varla sé einleikið að svo tiginn maður hafi verið
svo fáliðaður að skrifurum að hann hafi þurft að halda á penna sjálfur
er hann lét gera bxéf eða bækur.“ Handritaspjall (Reykjavík 1958), 56.
8