Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 147
SKÍRNIR
ÓLAFUR CHAIM
145
slíkra nafngifta gátu verið. Rétt er þó að huga að því, hvort
líklegra megi þykja, að viðurnefni Ólafs chaims sé runnið frá
samheitinu hebreska eða mannsnafninu.
Ef um hið fyrrnefnda væri að ræða, hlyti það að vera gefið
af hebreskufróðum manni, sem lient hefði það á lofti úr hebr-
eskum Biblíutexta, og væri þá e. t. v. eðlilegast að hugsa sér
það í annarri merkingu orðsins, sem greind er hér að framan:
lífshamingja, jarðnesk velgengni, andleg blessun. Slíkt viður-
nefni væri hliðstætt klerkaviðurnefnunum angelus, anima og
oremus. Ef chaims-nafn væri til komið á þennan veg, sýndist
í fljótu bragði ekki fjarri lagi að renna augum til biskupsset-
ursins og skólans á Hólum í nágrenni Ólafs sem miðstöðvar
þeirrar þekkingar, er til þurfti, til þess að slíkt viðurnefni væri
gefið.
Við nánari athugun kemur þó í ljós, að tína má til allrík
gagnrök gegn þessari tilgátu. í fyrsta lagi er ekki unnt að gera
ráð fyrir, að íslenzkir menn hafi kunnað hebresku að nokkru
gagni á 12. og 13. öld. Hebreska var ekki kennd prestaefnum í
skólunum, og þótt höfundur fyrstu málfræðiritgerðarinnar (um
miðja 12. öld) og hinnar þriðju (Ólafur hvítaskáld Þórðarson,
um miðja 13. öld) ræði um hebreskt stafróf, þykir sá fróðleikur
ekki bera vitni grundvallaðri þekkingu á hebreskri tungu.45
í öðru lagi var Chaims-nafn komið upp sem mannsnafn suður
í álfu a. m. k. örugglega á 13. öld, sem fyrr segir, og væri það þá
harla kynleg tilviljun, ef sama Biblíuorðið hefði verið gert að
persónunafni á tveimur stöðum í álfunni með skömmu millibili,
án þess að samband væri á milli. í þriðja lagi mætti stafsetning
viðurnefnis Ólafs chaims e. t. v. fremur þykja benda til þess,
að nafnið hafi verið flutt inn í latnesku gervi en hent á lofti úr
hebreskum Biblíutexta. í fjórða lagi væri óneitanlega aðgengi-
legast að hugsa sér, að lærður maður hefði borið viðurnefni, er
svo væri til komið, sem á undan var lýst, sbr. prestana, er latn-
esku viðurnefnin hlutu, en þess er hvergi getið, að Ólafur chaim
hafi verið klerklærður.
Hinn kosturinn er þá sá, að viðurnefni Ólafs chaims eigi rót
að rekja til mannsnafnsins Chaim. Þegar sá kostur er hugleiddur,
vaknar í fyrsta lagi sú spurning, hvort nokkur önnur dæmi séu
10