Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 158
156
ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON
SKÍRNIR
þeir höfðu einatt vetursetu, og að sú leið var farin fram á daga
Ólafs chaims, en þegar nokkuð kemur fram á 13. öld, tekur
hins vegar að draga úr þeim ferðum. Vitneskjan um þessar
suðurferðir, sem bæði höfðingjar og alþýða manna tóku þátt í,
ætti að gera það trúlegra, að íslenzkur maður hafi getað sótt
sér chaims-mún til Suðurlanda á fyrra hluta 13. aldar.
9
Sjálf nafnmyndin chaim vekur sjálfkrafa þá spurningu, hvort
nafnið muni ekki vera hebreskt, enda var þess áður getið, að
þrír fræðimenn hafa varpað fram þeirri spurningu, einkum
vegna líkingar við Biblíunafnið Kain.
Þegar hebreskur uppruni chaims-nafns er hugleiddur og jafn-
framt íhugað, hvort nafnið muni sótt til Suðurlanda, einkanlega
Íberíuskaga, er rétt að gefa því gaum, að um sunnanverðan
Íberíuskaga var á 12. og 13. öld ráðandi arabíska, semítískt mál
náskylt hebresku. Af þeim sökum svipaðist ég fyrir nokkrum
árum um meðal arabískra orða og nafna í leit að hljóðlíku orði
chaim. Kom ég þar helzt niður, sem er arabíska orðið (al-)
Qayyim ’landstjóri, stjórnandi, vörður, foringi, eftirlitsmaður;
þjónn í baðhúsi’, einnig notað sem mannsnafn, en ekki mjög
algengt. Nafnið er dregið af sagnorðinu qama ‘standa’.116
Árið 1964, er ég sótti heim Columbiaháskóla í New York, bar
ég það undir Douglas M. Dunlop, prófessor í semítískum fræð-
um, hvort hann teldi það koma til greina, að viðurnefni Ólafs
chaims ætti rót að rekja til hins arabíska titils. Hann taldi á
því tormerki, einkum þar sem qayyim stæði yfirleitt alltaf með
öðru orði og merkti ‘sá, sem sér um e-ð’.
Vegna undirtekta Dunlops prófessors hvarflaði ég mjög frá
þessari liugmynd, en í bréfi frá L. P. Harvey prófessor í Lundún-
um, dags. 22. jan. 1970, víkur hann að fyrra bragði að þessari
hugsanlegu lausn með eftirfarandi orðum:
I have another suggestion to rnake, and I would stress that this is only a
hypothesis. There exists in Arabic the title or rank Kaim, sometimes trans-
literated Qaim . . . This word is used mainly to refer to a military rank of
some importance, Lieutenant General or some similar dignity. Looking at
sagas, although not your particular text, I see that ranks, Bishop, for example,